Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 09:45 Ullevål háskólasjúkrahúsið í Ósló. Mahlum/Wikimedia Commons Prófanir á lyfjum sem vonast er til að geti komið að gagni gegn kórónuveirunni sem valdið getur COVID-19 eru hafnar í Noregi. Fyrsti sjúklingurinn var prófaður á Háskólasjúkrahúsinu í Ósló í gær. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum en mbl.is greindi frá fyrst íslenskra miðla. 22 sjúkrahús munu taka þátt í tilraunaverkefninu, en það er unnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Þá verður öllum sjúklingum 18 ára og yfir boðið að taka þátt í verkefninu. Lyfið er talið lofa góða, þó það sé langur vegur frá því að öruggt sé að það komi að nokkru gagni við meðhöndlun kórónuveirusjúklinga. John-Arne Røttingen, hjá norska rannsóknarráðinu, segir í samtali við NRK að þrjú lyf komi til sögunnar í prófunum. Um sé að ræða einskonar ramma utan um lyfjaprófanir hvaðanæva að úr heiminum. Það lyf sem álitlegast þykir í þessum prófunum er lyfið Plaquenil, en það er malaríulyf. Þá verða einnig gerð próf með lyf sem notuð hafa verið við ebólu og HIV. Í Noregi hafa greinst um 3600 smit af COVID-19. Rúmlega 300 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og á níunda tug á gjörgæslu. Þegar þetta er skrifað hafa greinst um 670 þúsund tilfelli á heimsvísu. 31 þúsund hafa látið lífið, 142 þúsund hafa náð sér og enn er ekki útséð með önnur 494 þúsund. Þó er mikill minnihluti þeirra sem nú eru sýktir af veirunni í alvarlegu ástandi. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Prófanir á lyfjum sem vonast er til að geti komið að gagni gegn kórónuveirunni sem valdið getur COVID-19 eru hafnar í Noregi. Fyrsti sjúklingurinn var prófaður á Háskólasjúkrahúsinu í Ósló í gær. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum en mbl.is greindi frá fyrst íslenskra miðla. 22 sjúkrahús munu taka þátt í tilraunaverkefninu, en það er unnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Þá verður öllum sjúklingum 18 ára og yfir boðið að taka þátt í verkefninu. Lyfið er talið lofa góða, þó það sé langur vegur frá því að öruggt sé að það komi að nokkru gagni við meðhöndlun kórónuveirusjúklinga. John-Arne Røttingen, hjá norska rannsóknarráðinu, segir í samtali við NRK að þrjú lyf komi til sögunnar í prófunum. Um sé að ræða einskonar ramma utan um lyfjaprófanir hvaðanæva að úr heiminum. Það lyf sem álitlegast þykir í þessum prófunum er lyfið Plaquenil, en það er malaríulyf. Þá verða einnig gerð próf með lyf sem notuð hafa verið við ebólu og HIV. Í Noregi hafa greinst um 3600 smit af COVID-19. Rúmlega 300 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og á níunda tug á gjörgæslu. Þegar þetta er skrifað hafa greinst um 670 þúsund tilfelli á heimsvísu. 31 þúsund hafa látið lífið, 142 þúsund hafa náð sér og enn er ekki útséð með önnur 494 þúsund. Þó er mikill minnihluti þeirra sem nú eru sýktir af veirunni í alvarlegu ástandi.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira