Innlent

Meira en þúsund smit staðfest hér á landi og níu á gjörgæslu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða.
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit kórónuveirunnar COVID-19 eru nú alls 1020 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 57 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Á síðunni kemur einnig fram að 9531 manns séu í sóttkví. Þá hafa 4796 manns lokið sóttkví. 15.484 sýni hafa verið tekin.

19 eru á sjúkrahúsi og þar af níu á gjörgæslu, eftir upplýsingum sem fréttastofa hefur frá Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 124 hefur batnað af sjúkdómnum.

Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu.

Gestir fundarins verða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, auk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×