Bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur Birgir Olgeirsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 13:56 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira