Bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur Birgir Olgeirsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. mars 2020 13:56 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða. Í aðgerðapakka ríkisstjórnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf lofuðu stjórnvöld að ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað. Ábyrgðin nær einnig til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið að minnsta kosti 40 prósenta tekjumissi. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur nú gert breytingu á þessari tillögu. „Þau fyrirtæki sem koma til með að fá ríkisábyrgð á hluta af lánum sínum mega ekki greiða eigendum sínum arð eða kaupa eigin hlutabréf sem er auðvitað ein aðferð við arðútgreiðslu. Þetta var talið nauðsynlegt, eðlilegt og sanngjarnt að þegar að menn eru að fá skjól frá skattgreiðendum í formi ríkisábyrgðar að þá haldi menn að minnsta kosti í sér þegar kemur að arðgreiðslum,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá er einnig önnur mikilvæg breyting lögð til. „Það verður sérstök eftirlitsnefnd sem verður skipuð. Hún getur kallað eftir upplýsingum frá viðskiptabönkum um allt er viðkemur lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja og ríkisábyrgðir til þeirra. Sex mánaða fresti á að gefa ráðherra skýrslu um framkvæmdina, ráðherra leggur þá skýrsluna fyrir Alþingi til umfjöllunar.“ Óli Björn segir það mikilvægt svo öll fyrirtæki sitji við sama borð. Öll fyrirtæki sitji við sama borð og þau séu höndluð með sama hætti. Vegna þess að það er hvorki sjálfgefið né sjálfsagt að veita fyrirtækjum ríkisábyrgð en þetta eru óvenjulegar aðstæður og það er talið nauðsynlegt. Þá er fullkomnlega eðlilegt að það sé fylgst með framkvæmdinni og það er fullkomlega eðlilegt að settar séu skorður við það hvernig eigendur fyritækja haga sér, þar með að þeim sé bannað að greiða sjálfum sér arð á meðan þeir eru er í skjóli okkar hinna, skattgreiðenda ríkissjóðs,“ sagði Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira