Heimir Hallgríms: Farið vel með Víði því það er bara til eitt svona eintak í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 09:00 Heimir Hallgrímsson fagnar hér stigi á móti Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Getty/VI Images Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var gestur Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í „Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Heimir er staddur út í Katar þar sem hann þjálfar Stjörnudeildarliði Al-Arabi. „Staðan hjá mér er eins og heima. Það eina er að við erum ekki með neinn Víði hérna en annars er hún bara ósköp svipuð,“ sagði Heimir Hallgrímsson. „Það er pláss fyrir Víði í teyminu mínu en mér fannst hann ekkert vilja fara frá Íslandi þannig að ég efast um að geta náð honum hingað,“ sagði Heimir í léttum tón. Heimir Hallgrímsson var léttur í viðtalinu við Heimi Karls og Gulla Helga.Getty/ Mike Hewitt „Hér er bara ástandið svipað og á Íslandi. Það eru hátt í 700 manns sýktir hérna og einn látinn. Þeir skráðu þrjú ný tilfelli í gær og virðast vera á toppnum á þessu því þetta hefur aðeins minnkað núna, Vonandi erum við á svipuðum stað og Ísland,“ sagði Heimir. Heimir er að þjálfa Al-Arabi liðið er einhverjar æfinga í gangi núna? Einn leikmaður með völlinn í einu „Nei en við erum reyndar með einstaklingsæfingar. Leikmenn fá að bóka völlinn en það er bara einn leikmaður með völlinn í einu. Stundum er þjálfari með leikmanni en þeir koma frá ellefu á morgnanna til sjö á kvöldin. Þeir reyna að halda sér við,“ sagði Heimir. „Maður öfundar Íslendinga svolítið því Ísland er líklega upplýstasta þjóðfélag í heimi. Þar á Víðir og þríeykið heiður skilinn fyrir það að fólk verið minna hrætt og veit nákvæmlega stöðuna. Þetta er erfiðara fyrir okkur því við skiljum ekki arbískuna nægilega vel. Það er því erfiðara að sækja sér upplýsingar,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson hætti að þjálfa íslenska landsliðið eftir HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/Laurence Griffiths „Við fylgjumst vel með öllum fréttum heima og þar er bara fólkið okkar. Það er erfitt að vera svona langt frá fólkinu sínu. Við fylgjumst betur með fréttum á Íslandi heldur en fréttum héðan,“ sagði Heimir. Ef ég að vera eigingjarn þá er þetta slæmt fyrir okkur Svo gæti farið að landskeppnir fótboltans verði ekki kláraðar á tímabilinu og engir meistarar krýndir vegna kórónuveirunnar. En hvað finnst Heimi um slíkt? „Persónulega finnst mér það eina rétt að gera það en ef maður á að vera eigingjarn og hugsa um liðið sitt þá er þetta slæmt fyrir okkur því erum á góðri siglingu og komnir í undanúrslit í tveimur bikarkeppnum. Við erum að gera bestu hluti sem félagið hefur gert í tugi ára jafnvel. Ég held að það eina rétta sé að fresta þessu, leyfa þessu að líða hjá og sjá svo til,“ sagði Heimir en honum finnst það á mönnum út í Katar að þeir ætli að klára mótið þar. Heimir er Liverpool maður og vildi eins og aðrir stuðningsmenn sjá liðið fá loksins enska meistaratitilinn. Erum þjáningarbræður hérna „Ég er dyggur stuðningsmaður Liverpool og við erum þjáningarbræður hérna. Við erum í svipaðri stöðu að gera okkar besta í langan tíma. Ef maður hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér en þetta er bara miklu miklu stærra en hérna,“ sagði Heimir. „Það góða við Katar er að það er gott veður hérna og maður getur setið úti. Maður getur lokað sig úti í góða veðrinu og það er það góða við þetta. Tíminn er aðeins fljótari að líða heldur en í kulda, lægðum og veseni,“ sagði Heimir. Víðir Reynisson er hér við hlið Heimis Hallgrimssonar áður en dregið var í riðla á HM 2018 í Kremlín höllinni í Moskvu í desember 2017.Getty/Matthias Hangst Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, var í settinu hjá Heimi og Gunnlaugi af því að hann var í viðtali á undan Heimi. Heimir kastaði á hann kveðju. Hinn undursterki 1967 árgangur úr Eyjum „Það er bara til eitt svona eintak í heiminum. Farið þið vel með þennan mann, hann þarf líka á hvíldinni að halda þessi maður til þess að hann geti haldið áfram að standa sig eins vel,“ sagði Heimir og bætti við: „Hann kemur af þessum undursterka 1967 árgangi frá Vestmannaeyjum. Þetta eru sterk eintök,“ sagði Heimir léttur að lokum en Heimir er af sama árgangi úr Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við Heimi hér fyrir neðan Klippa: Bítið - Heimir Hallgrímsson Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Katar Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir íðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Elskar United, rjómasósu og konuna sína: „Tala bara frá hjartanu“ Hann getur orðið trylltur en það er aðallega þegar landsliðið spilar sem og Manchester United. Hann veit fátt betra en nautalund með rjómasósu, á konu sem er hans besti vinur og svo er hann að verða afi. Sindri Sindrason tók morgunkaffi með Víði Reynissyni í Íslandi í dag á Stöð 2. 20. mars 2020 10:24 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var gestur Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í „Bítinu“ á Stöð 2 Sport, Bylgjunni og Vísi í morgun. Heimir er staddur út í Katar þar sem hann þjálfar Stjörnudeildarliði Al-Arabi. „Staðan hjá mér er eins og heima. Það eina er að við erum ekki með neinn Víði hérna en annars er hún bara ósköp svipuð,“ sagði Heimir Hallgrímsson. „Það er pláss fyrir Víði í teyminu mínu en mér fannst hann ekkert vilja fara frá Íslandi þannig að ég efast um að geta náð honum hingað,“ sagði Heimir í léttum tón. Heimir Hallgrímsson var léttur í viðtalinu við Heimi Karls og Gulla Helga.Getty/ Mike Hewitt „Hér er bara ástandið svipað og á Íslandi. Það eru hátt í 700 manns sýktir hérna og einn látinn. Þeir skráðu þrjú ný tilfelli í gær og virðast vera á toppnum á þessu því þetta hefur aðeins minnkað núna, Vonandi erum við á svipuðum stað og Ísland,“ sagði Heimir. Heimir er að þjálfa Al-Arabi liðið er einhverjar æfinga í gangi núna? Einn leikmaður með völlinn í einu „Nei en við erum reyndar með einstaklingsæfingar. Leikmenn fá að bóka völlinn en það er bara einn leikmaður með völlinn í einu. Stundum er þjálfari með leikmanni en þeir koma frá ellefu á morgnanna til sjö á kvöldin. Þeir reyna að halda sér við,“ sagði Heimir. „Maður öfundar Íslendinga svolítið því Ísland er líklega upplýstasta þjóðfélag í heimi. Þar á Víðir og þríeykið heiður skilinn fyrir það að fólk verið minna hrætt og veit nákvæmlega stöðuna. Þetta er erfiðara fyrir okkur því við skiljum ekki arbískuna nægilega vel. Það er því erfiðara að sækja sér upplýsingar,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson hætti að þjálfa íslenska landsliðið eftir HM í Rússlandi sumarið 2018.Getty/Laurence Griffiths „Við fylgjumst vel með öllum fréttum heima og þar er bara fólkið okkar. Það er erfitt að vera svona langt frá fólkinu sínu. Við fylgjumst betur með fréttum á Íslandi heldur en fréttum héðan,“ sagði Heimir. Ef ég að vera eigingjarn þá er þetta slæmt fyrir okkur Svo gæti farið að landskeppnir fótboltans verði ekki kláraðar á tímabilinu og engir meistarar krýndir vegna kórónuveirunnar. En hvað finnst Heimi um slíkt? „Persónulega finnst mér það eina rétt að gera það en ef maður á að vera eigingjarn og hugsa um liðið sitt þá er þetta slæmt fyrir okkur því erum á góðri siglingu og komnir í undanúrslit í tveimur bikarkeppnum. Við erum að gera bestu hluti sem félagið hefur gert í tugi ára jafnvel. Ég held að það eina rétta sé að fresta þessu, leyfa þessu að líða hjá og sjá svo til,“ sagði Heimir en honum finnst það á mönnum út í Katar að þeir ætli að klára mótið þar. Heimir er Liverpool maður og vildi eins og aðrir stuðningsmenn sjá liðið fá loksins enska meistaratitilinn. Erum þjáningarbræður hérna „Ég er dyggur stuðningsmaður Liverpool og við erum þjáningarbræður hérna. Við erum í svipaðri stöðu að gera okkar besta í langan tíma. Ef maður hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér en þetta er bara miklu miklu stærra en hérna,“ sagði Heimir. „Það góða við Katar er að það er gott veður hérna og maður getur setið úti. Maður getur lokað sig úti í góða veðrinu og það er það góða við þetta. Tíminn er aðeins fljótari að líða heldur en í kulda, lægðum og veseni,“ sagði Heimir. Víðir Reynisson er hér við hlið Heimis Hallgrimssonar áður en dregið var í riðla á HM 2018 í Kremlín höllinni í Moskvu í desember 2017.Getty/Matthias Hangst Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, var í settinu hjá Heimi og Gunnlaugi af því að hann var í viðtali á undan Heimi. Heimir kastaði á hann kveðju. Hinn undursterki 1967 árgangur úr Eyjum „Það er bara til eitt svona eintak í heiminum. Farið þið vel með þennan mann, hann þarf líka á hvíldinni að halda þessi maður til þess að hann geti haldið áfram að standa sig eins vel,“ sagði Heimir og bætti við: „Hann kemur af þessum undursterka 1967 árgangi frá Vestmannaeyjum. Þetta eru sterk eintök,“ sagði Heimir léttur að lokum en Heimir er af sama árgangi úr Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við Heimi hér fyrir neðan Klippa: Bítið - Heimir Hallgrímsson
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Katar Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir íðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Elskar United, rjómasósu og konuna sína: „Tala bara frá hjartanu“ Hann getur orðið trylltur en það er aðallega þegar landsliðið spilar sem og Manchester United. Hann veit fátt betra en nautalund með rjómasósu, á konu sem er hans besti vinur og svo er hann að verða afi. Sindri Sindrason tók morgunkaffi með Víði Reynissyni í Íslandi í dag á Stöð 2. 20. mars 2020 10:24 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
íðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11
Elskar United, rjómasósu og konuna sína: „Tala bara frá hjartanu“ Hann getur orðið trylltur en það er aðallega þegar landsliðið spilar sem og Manchester United. Hann veit fátt betra en nautalund með rjómasósu, á konu sem er hans besti vinur og svo er hann að verða afi. Sindri Sindrason tók morgunkaffi með Víði Reynissyni í Íslandi í dag á Stöð 2. 20. mars 2020 10:24