Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 10:05 Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd/Naalakkersuisut. Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00
COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15