Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 11:28 Fjallið Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/SamúelKarl Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira