Fjármálaráðherra Hessen fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2020 12:10 Thomas Schäfer gegndi embætti fjármálaráðherra Hessen í um áratug. Getty Thomas Schäfer, fjármálaráðherra þýska sambandsríkisins Hessen, fannst látinn nærri lestarteinum, skammt frá Mainz um helgina. Lögregla telur að hann hafi svipt sig lífi. Hinn 54 ára Schäfer hafði mikið verið fréttum síðustu vikurnar í tengslum við viðbrögð þýskra yfirvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en Frankfurt, helsta fjármálamiðstöð Þýskalands, er að finna í Hessen. Illa leikið lík Schäfer fannst við teina í bænum Hochheim, milli Frankfurt og Mainz, á laugardaginn. Greina þýskir fjölmiðlar frá því að Schäfer hafi skilið eftir kveðjubréf þó að ekki hafi fengist gefið upp hvað stóð í því. Schäfer var í flokki Kristilegra demókrata (CDU), flokki Angelu Merkel kanslara. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum í Hessen í um tuttugu ár og verið fjármálaráðherra ríkisins í um áratug. Var almennt talið að Schäfer myndi taka við embætti forsætisráðherra Hessen af Volker Bouffier, færi svo að Bouffier myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2023. Bouffier segir í yfirlýsingu að hann sé miður sín vegna fréttanna af andláti Schäfer og að fjármálaráðherrann hafi verið undir miklu álagi að undanförnu og haft umtalsverðar áhyggjur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Hans helsta áhyggjuefni var hvort að honum myndi takast að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem hann taldi þjóðina gera til sín, sér í lagi varðandi fjárhagsaðstoðina,“ sagði Bouffier. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Þýskaland Andlát Tengdar fréttir Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31 Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Thomas Schäfer, fjármálaráðherra þýska sambandsríkisins Hessen, fannst látinn nærri lestarteinum, skammt frá Mainz um helgina. Lögregla telur að hann hafi svipt sig lífi. Hinn 54 ára Schäfer hafði mikið verið fréttum síðustu vikurnar í tengslum við viðbrögð þýskra yfirvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en Frankfurt, helsta fjármálamiðstöð Þýskalands, er að finna í Hessen. Illa leikið lík Schäfer fannst við teina í bænum Hochheim, milli Frankfurt og Mainz, á laugardaginn. Greina þýskir fjölmiðlar frá því að Schäfer hafi skilið eftir kveðjubréf þó að ekki hafi fengist gefið upp hvað stóð í því. Schäfer var í flokki Kristilegra demókrata (CDU), flokki Angelu Merkel kanslara. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum í Hessen í um tuttugu ár og verið fjármálaráðherra ríkisins í um áratug. Var almennt talið að Schäfer myndi taka við embætti forsætisráðherra Hessen af Volker Bouffier, færi svo að Bouffier myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2023. Bouffier segir í yfirlýsingu að hann sé miður sín vegna fréttanna af andláti Schäfer og að fjármálaráðherrann hafi verið undir miklu álagi að undanförnu og haft umtalsverðar áhyggjur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Hans helsta áhyggjuefni var hvort að honum myndi takast að standa undir þeim gríðarlegu væntingum sem hann taldi þjóðina gera til sín, sér í lagi varðandi fjárhagsaðstoðina,“ sagði Bouffier. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Þýskaland Andlát Tengdar fréttir Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31 Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. 30. mars 2020 10:31
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26