Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 18:23 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira