Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2020 09:15 Rætt var við Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í morgunþættinum Bítinu. Vísir/egill Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Tilkynningum fjölgaði í hruninu Það hafi til að mynda sést í bankahruninu þegar tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði verulega. „Við sáum það víða um heim þar sem veiran var komin áður en hún var komin til Íslands að þar eru vísbendingar um gríðarlega aukningu í heimilisofbeldi og öðru slíku.“ Þessa dagana séu mörg börn meira einangruð heima hjá sér en í venjulegu árferði. „Við höfum börnin ekki nema að litlu leyti í skóla, sum börn eru ekki í skóla, fólk hittir minna fjölskyldumeðlimi, vini og ættingja en það þýðir að börn eru rosalega einangruð. Við sjáum vísbendingar um það núna að tilkynningum til barnaverndar sé að fækka verulega en við höfum áhyggjur af því að þeim eigi eftir að fjölga.“ Klippa: Bítið - Heiða Björg Pálmadóttir Heiða segir að það geti reynt meira á fjölskylduaðstæður þegar börnin eru mikið heima. „Bara það að vera með börnin heima allan daginn að reyna að sinna fullri vinnu eða lenda í því að vera að missa vinnuna og hafa áhyggjur af framfærslu fjölskyldunnar er augljóslega streituvaldur hjá fjölskyldum og það skiptir ákaflega miklu að barnaverndin geti gripið inn í ef þörf er á.“ Allir þurfi að vera vakandi Mikilvægt sé að allir, þar á meðal nágrannar, vinir, ættingjar og skólar séu núna gríðarlega vakandi fyrir aðstæðum barna. „Ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.“ Að sögn Heiðu komu ellefu þúsund tilkynningar inn á borð barnaverndar á síðasta ári og var töluverður fjöldi þeirra vegna vanrækslu. Um 120 barnaverndarstarfsmenn séu að störfum um allt land og að engin skerðing hafi verið á starfsemi nefndanna vegna kórónuveirunnar. Hún hvetur fólk til þess að senda inn tilkynningar ef ástæða er til. „Og líka bara foreldrar sem ströggla og þurfa aðstoð að hika ekki við að hafa samband við barnaverndarnefndirnar og fá stuðning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Bítið Heimilisofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira