ESA samþykkir ríkisábyrgðir á viðbótarlánum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 10:22 Frá kynningu ríkisstjórnarinnar á fyrsta aðgerðapakka hennar vegna kórónuveirunnar í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. ESA hefur þannig fallist á það að veiting ríkisábyrgða á viðbótarlánum fyrirtækja vegna faraldursins samræmist framkvæmd EES-samningsins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska aðstoðarkerfið í tengslum við faraldurinn sem kemur inn á borð ESA. „Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafnir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Bente Angell-Hansen forseti ESA í tilkynningu stofnunarinnar. Þá segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins: „Með ákvörðun ESA er fallist á að ábyrgðakerfið sé til þess fallið að tryggja fyrirtækjum aðgang að lánsfé, í samræmi við tímabundinn ramma um beitingu ríkisaðstoðarreglna EES í tengslum við faraldur kórónuveiru. Í rammanum er sérstaklega horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti og aðgerðir til að gefa þeim svigrúm til að ná sér eftir faraldurinn, sem hefur verið skilgreindur sem „alvarleg röskun“ á hagkerfinu í skilningi b-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Flestar efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu hingað til hafa verið almenns eðlis; þær taka með sama hætti til allra fyrirtækja sem eru í sömu stöðu. Er þar helst að nefna frestun gjalddaga og niðurgreiðslu launakostnaðar. Almennar aðgerðir fela ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Ef á hinn bóginn tiltekinn hópur fyrirtækja er útilokaður frá ráðstöfun eða ráðstöfun beinist að tilteknum hópi eingöngu, er ráðstöfunin orðin sértæk og felur í sér ríkisaðstoð, sem samrýmast þarf EES-samningnum. Jafnframt felur óskilyrtur stuðningur við einstaklinga ekki í sér ríkisaðstoð og það sama á við um fjárhagsstuðning við lögaðila sem ekki selja vöru eða þjónustu á markaði. Í þeim tilvikum þegar félag sinnir blandaðri starfsemi, eins og í tilviki sumra íþróttafélaga og menningarstofnana, þarf að gæta að ríkisaðstoðarreglum ef opinber stuðningur rennur að einhverju leyti til þess hluta starfseminnar sem er í samkeppnisrekstri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé. ESA hefur þannig fallist á það að veiting ríkisábyrgða á viðbótarlánum fyrirtækja vegna faraldursins samræmist framkvæmd EES-samningsins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða fyrsta íslenska aðstoðarkerfið í tengslum við faraldurinn sem kemur inn á borð ESA. „Á þessum erfiðu tímum er það forgangsatriði okkar að takast á við ráðstafnir sem tengjast heimsfaraldri kórónuveiru. Okkur hefur tekist að samþykkja umrædda ráðstöfun skjótt þökk sé góðu samstarfi okkar við íslensk stjórnvöld og Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Bente Angell-Hansen forseti ESA í tilkynningu stofnunarinnar. Þá segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins: „Með ákvörðun ESA er fallist á að ábyrgðakerfið sé til þess fallið að tryggja fyrirtækjum aðgang að lánsfé, í samræmi við tímabundinn ramma um beitingu ríkisaðstoðarreglna EES í tengslum við faraldur kórónuveiru. Í rammanum er sérstaklega horft til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verða fyrir ófyrirséðum lausafjárskorti og aðgerðir til að gefa þeim svigrúm til að ná sér eftir faraldurinn, sem hefur verið skilgreindur sem „alvarleg röskun“ á hagkerfinu í skilningi b-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Flestar efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart atvinnulífinu hingað til hafa verið almenns eðlis; þær taka með sama hætti til allra fyrirtækja sem eru í sömu stöðu. Er þar helst að nefna frestun gjalddaga og niðurgreiðslu launakostnaðar. Almennar aðgerðir fela ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. Ef á hinn bóginn tiltekinn hópur fyrirtækja er útilokaður frá ráðstöfun eða ráðstöfun beinist að tilteknum hópi eingöngu, er ráðstöfunin orðin sértæk og felur í sér ríkisaðstoð, sem samrýmast þarf EES-samningnum. Jafnframt felur óskilyrtur stuðningur við einstaklinga ekki í sér ríkisaðstoð og það sama á við um fjárhagsstuðning við lögaðila sem ekki selja vöru eða þjónustu á markaði. Í þeim tilvikum þegar félag sinnir blandaðri starfsemi, eins og í tilviki sumra íþróttafélaga og menningarstofnana, þarf að gæta að ríkisaðstoðarreglum ef opinber stuðningur rennur að einhverju leyti til þess hluta starfseminnar sem er í samkeppnisrekstri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent