Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 11:19 Vopnaðir mótmælendur gegn sóttvarnaaðgerðum í Concord, höfuðborg New Hampshire, á laugardag. Hópar byssueigenda virðast á meðal þeirra sem ýta undir slík mótmæli. AP/Michael Dwyer Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Mótmæli gegn aðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hafa farið fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Ríkisstjórar hafa víða skipað fólki að halda sig heima við vegna faraldursins og hafa fyrirtæki og stofnanir þurft að loka á meðan ástandið varir. Lýðheilsusérfræðingar segja slíkar aðgerðir nauðsynlegar til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Útifundir voru haldnir í Arizona, Colorado, Montana og Washington í gær en áður höfðu íhaldsmenn í fleiri ríkjum eins og Ohio og Michigan lokað umferð og staðið fyrir mótmælum við ríkisstjórasetur. Sjá einnig: Mótmælu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Kröfðust mótmælendurnir þess að sóttvarnaaðgerðunum yrði aflétt þegar í stað. Þar sáust slagorð eins og „Gefið mér frelsi eða gefið mér Covid-19“. Margir mótmælendanna voru kæddir rauðum derhúfum með slagorði forsetans um að „Gera Bandaríkin mikil aftur“. Fjölmennustu mótmælin voru í Washington-ríki, sem var miðpunktur faraldursins í upphafi hans, þar sem lögregla áætlar að um 2.500 manns hafi komið saman. Margir mótmælendanna eru sagðir hafa hunsað tilmæli yfirvalda um félagsforðun og óskir skipuleggjenda um að þeir væru með grímur. Annars staðar hafa mótmælendur talið nokkur hundruð. Trump, sem hefur slegið í og úr um alvarleika faraldursins og nauðsyn aðgerða til að hefta útbreiðslu hans, lýsti yfir stuðningi við mótmæli í síðustu viku þegar hann tísti um að „FRELSA“ þrjú ríki þar sem demókratar eru ríkisstjórar. Forsetinn hefur eldað grátt silfur saman við margra þeirra og sakað þá um vanþakklæti þegar þeir hafa gagnrýnt viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. „Ef fólki líður þannig þá hefur það rétt á að mótmæla. Sumir ríkisstjórar hafa gengið of langt, sumt af því sem er að gerast er kannski ekki svo viðeigandi,“ sagði Trump um mótmælin í gær, aðeins nokkrum dögum eftir að hann kynnti sjálfur leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar um að ríki ættu að aflétta sóttvarnaaðgerðum hægt og í áföngum svo að veiran blossi ekki aftur upp þegar samfélagið snýr aftur í fyrra horf. Búist er við frekari mótmælum í dag. Sölumaður prangar út derhúfum til stuðnings Trump forseta á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í Colorado á sunnudag.AP/David Zalubowski Meirihluti styður sóttvarnaaðgerðirnar Þrátt fyrir að mótmælin hafi hlotið mikla athygli njóta sóttvarnaaðgerðirnar nokkuð almenns stuðnings í Bandaríkjunum. Nærri 70% repúblikana sögðust styðja fyrirmæli um að fólk héldi sig heima og 95% demókrata í nýlegri könnun Quinnipiac. AP-fréttastofan segir að í könnun Pew Research Center í síðustu viku hafi nærri tveir af hverjum þremur haft meiri áhyggjur af því að ríki slökuðu á sóttvarnaaðgerðum of fljótt en of hægt. Munur var þó á afstöðu fólks til þess eftir því hvort það studdi repúblikana eða demókrata. Washington Post segir að umsvif þeirra sem hvetja til mótmælanna á samfélagsmiðlum hafi ýkt hversu mikil andstaða er gegn sóttvarnaaðgerðunum raunverulega. Mótmælin séu þannig að hluta til ekki sjálfsprottin heldur verk hópa íhaldssamra aðgerðasinna. Facebook-hópar með um 200.000 félögum sem hvetja til mótmæla í Wisconsin, Ohio, Pennsylvaníu og New York eru sagðir verk Benn Dorr, stjórnanda öfgahægrihóps sem nefnir sig „Byssuréttindi Minnesota“, og systkina hans. Þau halda úti hópum byssueigenda víða um Bandaríkin sem reyna að grafa undan Samtökum bandarískra byssueigenda (NRA) sem þeir saka um að ganga ekki nógu hart fram. Trump tengdi mótmælin sjálfur við byssuréttindi í tísti á föstudag um Virginíu þar sem hann sakaði yfirvöld um að reyna að svipta íbúa réttinum til skotvopnaeignar. Fleiri samtök íhaldsmanna hafa hvatt til eða skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðunum. Hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News, sem Trump horfir á löngum stundum, hafa fjallað mikið um mótmælin í jákvæðu ljósi. „Ég kýs heldur hættulegt frelsi,“ segir á spjaldi akandi mótmælanda gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í Colorado, sunnudaginn 19. apríl 2020. AP/David Zalubowski Telja mótmælin geta verið hættuleg Í samfélagsmiðlahópunum sem hafa sprottið upp nú vegna kórónuveirufaraldursins er dreift röngum og misvísandi upplýsingum þar sem veiran er borin saman með flensuna og rýrð er kastað á vísindamenn sem reyna að þróa bóluefni gegn henni. Facebook segist ekki hafa í hyggju að fjarlægja hópana eða viðburði á vegum þeirra, meðal annars vegna þess að einstök ríki hafa ekki bannað viðburðina. Í sumum tilfellum hefur verið boðað til mótmæla þar sem þátttakendur eru í bílum sínum til að tilmæli um félagsforðun séu virt. Andy Stone, talsmaður Facebook, segir að viðburðir sem stangist á við fyrirmæli stjórnvalda um félagsforðun verði aftur á móti ekki leyfðir á samfélagsmiðlinum. Sumir ríkisstjórar halda því engu að síður fram að mótmælin geti verið skaðleg og grafið undan aðgerðum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin eru nú þegar miðpunktur faraldursins í heiminum. Fleiri en 40.000 hafa látið lífið og á áttunda hundrað þúsunda manna hafa greinst smitaðir. „Ég held að það sé ekki hjálplegt að hvetja til mótmæla og hvetja fólk til að fara gegn stefnu forsetans sjálfs. Það er bara ekkert vit í því,“ segir Larry Hogan, ríkisstjóri í Maryland og repúblikani, en mótmælt var í hans ríki á laugardag. Í Washington-ríki segir Jay Inslee, ríkisstjóri, að stuðningur Trump forseta við mótmælin sé hættulegur og jafngildi því að hvetja fólk til þess að óhlýðnast ríkislögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Að hafa bandarískan forseta sem hvetur fólk til að brjóta lög, ég man ekki eftir öðrum tíma á minni lífsleið sem við höfum upplifað slíkt,“ sagði Inslee í sjónvarpsviðtali í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, segir Trump hvetja til mótmælanna til að dreifa athygli almennings frá hans eigin slælegu viðbrögðum við faraldrinum. „Stuðningur forsetans við þau eiga að dreifa athyglinni frá því að hann hefur ekki séð um skimun, meðferð, smitrakningu og sóttkví á viðeigandi hátt,“ fullyrti Pelosi um helgina. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. Mótmæli gegn aðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hafa farið fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Ríkisstjórar hafa víða skipað fólki að halda sig heima við vegna faraldursins og hafa fyrirtæki og stofnanir þurft að loka á meðan ástandið varir. Lýðheilsusérfræðingar segja slíkar aðgerðir nauðsynlegar til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Útifundir voru haldnir í Arizona, Colorado, Montana og Washington í gær en áður höfðu íhaldsmenn í fleiri ríkjum eins og Ohio og Michigan lokað umferð og staðið fyrir mótmælum við ríkisstjórasetur. Sjá einnig: Mótmælu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Kröfðust mótmælendurnir þess að sóttvarnaaðgerðunum yrði aflétt þegar í stað. Þar sáust slagorð eins og „Gefið mér frelsi eða gefið mér Covid-19“. Margir mótmælendanna voru kæddir rauðum derhúfum með slagorði forsetans um að „Gera Bandaríkin mikil aftur“. Fjölmennustu mótmælin voru í Washington-ríki, sem var miðpunktur faraldursins í upphafi hans, þar sem lögregla áætlar að um 2.500 manns hafi komið saman. Margir mótmælendanna eru sagðir hafa hunsað tilmæli yfirvalda um félagsforðun og óskir skipuleggjenda um að þeir væru með grímur. Annars staðar hafa mótmælendur talið nokkur hundruð. Trump, sem hefur slegið í og úr um alvarleika faraldursins og nauðsyn aðgerða til að hefta útbreiðslu hans, lýsti yfir stuðningi við mótmæli í síðustu viku þegar hann tísti um að „FRELSA“ þrjú ríki þar sem demókratar eru ríkisstjórar. Forsetinn hefur eldað grátt silfur saman við margra þeirra og sakað þá um vanþakklæti þegar þeir hafa gagnrýnt viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. „Ef fólki líður þannig þá hefur það rétt á að mótmæla. Sumir ríkisstjórar hafa gengið of langt, sumt af því sem er að gerast er kannski ekki svo viðeigandi,“ sagði Trump um mótmælin í gær, aðeins nokkrum dögum eftir að hann kynnti sjálfur leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar um að ríki ættu að aflétta sóttvarnaaðgerðum hægt og í áföngum svo að veiran blossi ekki aftur upp þegar samfélagið snýr aftur í fyrra horf. Búist er við frekari mótmælum í dag. Sölumaður prangar út derhúfum til stuðnings Trump forseta á mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum í Colorado á sunnudag.AP/David Zalubowski Meirihluti styður sóttvarnaaðgerðirnar Þrátt fyrir að mótmælin hafi hlotið mikla athygli njóta sóttvarnaaðgerðirnar nokkuð almenns stuðnings í Bandaríkjunum. Nærri 70% repúblikana sögðust styðja fyrirmæli um að fólk héldi sig heima og 95% demókrata í nýlegri könnun Quinnipiac. AP-fréttastofan segir að í könnun Pew Research Center í síðustu viku hafi nærri tveir af hverjum þremur haft meiri áhyggjur af því að ríki slökuðu á sóttvarnaaðgerðum of fljótt en of hægt. Munur var þó á afstöðu fólks til þess eftir því hvort það studdi repúblikana eða demókrata. Washington Post segir að umsvif þeirra sem hvetja til mótmælanna á samfélagsmiðlum hafi ýkt hversu mikil andstaða er gegn sóttvarnaaðgerðunum raunverulega. Mótmælin séu þannig að hluta til ekki sjálfsprottin heldur verk hópa íhaldssamra aðgerðasinna. Facebook-hópar með um 200.000 félögum sem hvetja til mótmæla í Wisconsin, Ohio, Pennsylvaníu og New York eru sagðir verk Benn Dorr, stjórnanda öfgahægrihóps sem nefnir sig „Byssuréttindi Minnesota“, og systkina hans. Þau halda úti hópum byssueigenda víða um Bandaríkin sem reyna að grafa undan Samtökum bandarískra byssueigenda (NRA) sem þeir saka um að ganga ekki nógu hart fram. Trump tengdi mótmælin sjálfur við byssuréttindi í tísti á föstudag um Virginíu þar sem hann sakaði yfirvöld um að reyna að svipta íbúa réttinum til skotvopnaeignar. Fleiri samtök íhaldsmanna hafa hvatt til eða skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðunum. Hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News, sem Trump horfir á löngum stundum, hafa fjallað mikið um mótmælin í jákvæðu ljósi. „Ég kýs heldur hættulegt frelsi,“ segir á spjaldi akandi mótmælanda gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í Colorado, sunnudaginn 19. apríl 2020. AP/David Zalubowski Telja mótmælin geta verið hættuleg Í samfélagsmiðlahópunum sem hafa sprottið upp nú vegna kórónuveirufaraldursins er dreift röngum og misvísandi upplýsingum þar sem veiran er borin saman með flensuna og rýrð er kastað á vísindamenn sem reyna að þróa bóluefni gegn henni. Facebook segist ekki hafa í hyggju að fjarlægja hópana eða viðburði á vegum þeirra, meðal annars vegna þess að einstök ríki hafa ekki bannað viðburðina. Í sumum tilfellum hefur verið boðað til mótmæla þar sem þátttakendur eru í bílum sínum til að tilmæli um félagsforðun séu virt. Andy Stone, talsmaður Facebook, segir að viðburðir sem stangist á við fyrirmæli stjórnvalda um félagsforðun verði aftur á móti ekki leyfðir á samfélagsmiðlinum. Sumir ríkisstjórar halda því engu að síður fram að mótmælin geti verið skaðleg og grafið undan aðgerðum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin eru nú þegar miðpunktur faraldursins í heiminum. Fleiri en 40.000 hafa látið lífið og á áttunda hundrað þúsunda manna hafa greinst smitaðir. „Ég held að það sé ekki hjálplegt að hvetja til mótmæla og hvetja fólk til að fara gegn stefnu forsetans sjálfs. Það er bara ekkert vit í því,“ segir Larry Hogan, ríkisstjóri í Maryland og repúblikani, en mótmælt var í hans ríki á laugardag. Í Washington-ríki segir Jay Inslee, ríkisstjóri, að stuðningur Trump forseta við mótmælin sé hættulegur og jafngildi því að hvetja fólk til þess að óhlýðnast ríkislögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Að hafa bandarískan forseta sem hvetur fólk til að brjóta lög, ég man ekki eftir öðrum tíma á minni lífsleið sem við höfum upplifað slíkt,“ sagði Inslee í sjónvarpsviðtali í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn leiðtoga Demókrataflokksins, segir Trump hvetja til mótmælanna til að dreifa athygli almennings frá hans eigin slælegu viðbrögðum við faraldrinum. „Stuðningur forsetans við þau eiga að dreifa athyglinni frá því að hann hefur ekki séð um skimun, meðferð, smitrakningu og sóttkví á viðeigandi hátt,“ fullyrti Pelosi um helgina.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00