Héldu að Cristiano Ronaldo héti Custódio þegar hann skoraði sitt fyrsta mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 14:30 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en þar varð hann að einum besta knattspyrnumanni heims. Getty/Koji Watanabe Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims. Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims.
Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira