Stefna á að sækja bætur vegna ólögmætrar vinnslu Landsbankans á persónuupplýsingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 22:45 Sævar Þór Jónsson segir í samtali við fréttastofu að skoðað verði hvort hægt verði að sækja bætur vegna málsins. Vísir/Sigurjón Persónuvernd úrskurðaði á föstudag að Landsbankanum hafi verið óheimilt að miðla upplýsingum um fyrndar kröfur á hendur kvartanda í skuldastöðukerfi Creditinfo. Kröfurnar sem um ræðir voru fyrndar á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti og fleira en tveggja ára fyrningarfrestur var liðinn þegar umrædd miðlun átti sér stað. Sævar Þór Jónsson, lögmaður þess sem kvartaði, segir í samtali við fréttastofu að næstu skref séu að skoða möguleika til að sækja bætur á hendur bankanum vegna málsins. Þann 12. mars 2019 barst Persónuvernd kvörtun vegna skráningar upplýsinga um fyrndar kröfur og vanskil í skuldastöðukerfi Creditinfo. Þá var einnig kvartað undan því að Creditinfo miðlaði upplýsingum í gegn um skuldastöðukerfið til Íslandsbanka. Sævar Þór Jónsson, lögmaður, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. febrúar 2019 að dæmi væru til um að fólki væri neitað um kreditkort vegna lánasögu sem Creditinfo birti, þrátt fyrir að vera með hreina vanskilaskrá. Þarna væri um að ræða ígildi vanskilaskrár og fólki sem orðið hefur gjaldþrota haldið í hengingaról. Sjá einnig: Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Sigríður Laufey Jónsdóttir, lögmaður Creditinfo, svaraði þessum ásökunum daginn eftir og sagði það heyra til algerra undantekninga að kerfi fyrirtækisins birti fyrndar kröfur. Fyrirtækið hafi um árabil rekið svokallað skuldastöðukerfi þar sem lánveitendur miðluðu gögnum um núverandi skuldastöðu einstaklinga. Sjá einnig: Creditinfo birti ekki lánasögu einstaklinga „Þegar þetta kom upp þá fjölluðu fjölmiðlar um þessa kæru til persónuverndar og þá voru viðbrögð Creditinfo og bankans á þá vegu að þetta væri misskilningur eða vitleysa en annað hefur komið í ljós með þessum úrskurði,“ segir Sævar Þór. Í kvörtuninni sem barst Persónuvernd var aðeins um eitt mál að ræða, en sá sem kvartaði vísaði til þess að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum búsins hafi lokið og hafi þá tveggja ára fyrningarfrestur byrjað að líða. Sá frestur rann út og þá höfðu allar kröfur á hendur honum fallið niður sökum fyrningar. Þrátt fyrir þetta neitaði Íslandsbanki kvartanda um kortaviðskipti þar sem bankinn hafði sent fyrirspurn inn í skuldastöðukerfi Creditinfo og séð töluverð vanskil skráð vegna eldri lána. Kvartanda var afhent útprentun sem sýndi að Landsbankinn hafi á þeim tíma miðlað inn í skuldastöðukerfið upplýsingum um lán sem var fallið niður vegna fyrningar, þar á meðal upplýsingum um fjárhæð eftirstöðva og fjárhæð vanskila, greiðslubyrði og dagsetningu elstu vanskila. Varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins Sævar Þór segir að þó úrskurðurinn fjalli aðeins um aðkomu Landsbankans muni aðkoma Creditinfo að málinu verða skoðuð: „Við munum hefja viðræður við bankann í framhaldinu af þessum úrskurði sem verður líklega í þessari viku og við munum líka skoða stöðu Creditinfo því Creditinfo telur sig ekki ábyrgan en ég tel alveg ljóst að Creditinfo þurfi að skoða verkferla hjá sér mun betur og gæta þess að þetta komi ekki aftur fyrir.“ Hann segir ekki liggja fyrir hversu hárra bóta umbjóðandi hans muni sækjast eftir en hann hafi orðið fyrir talsverðu fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Hann hafi ekki getað fengið fyrirgreiðslu annarsstaðar, sem hann bjóst við að fá, og ýmislegt hefur tafist í kjölfarið hjá honum en maðurinn er í sjálfstæðum rekstri. „Hann hafði ákveðnar væntingar að hann gæti fengið fyrirgreiðslur sem sneru að því að hann gæti farið í ákveðnar fjárfestingar, eins og íbúðakaup og þetta hefur verið fjárhagslegt tjón fyrir hann,“ segir Sævar Þór. Íslenskir bankar Persónuvernd Tengdar fréttir Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá. 6. apríl 2020 16:00 Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. 23. mars 2020 23:16 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Persónuvernd úrskurðaði á föstudag að Landsbankanum hafi verið óheimilt að miðla upplýsingum um fyrndar kröfur á hendur kvartanda í skuldastöðukerfi Creditinfo. Kröfurnar sem um ræðir voru fyrndar á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti og fleira en tveggja ára fyrningarfrestur var liðinn þegar umrædd miðlun átti sér stað. Sævar Þór Jónsson, lögmaður þess sem kvartaði, segir í samtali við fréttastofu að næstu skref séu að skoða möguleika til að sækja bætur á hendur bankanum vegna málsins. Þann 12. mars 2019 barst Persónuvernd kvörtun vegna skráningar upplýsinga um fyrndar kröfur og vanskil í skuldastöðukerfi Creditinfo. Þá var einnig kvartað undan því að Creditinfo miðlaði upplýsingum í gegn um skuldastöðukerfið til Íslandsbanka. Sævar Þór Jónsson, lögmaður, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. febrúar 2019 að dæmi væru til um að fólki væri neitað um kreditkort vegna lánasögu sem Creditinfo birti, þrátt fyrir að vera með hreina vanskilaskrá. Þarna væri um að ræða ígildi vanskilaskrár og fólki sem orðið hefur gjaldþrota haldið í hengingaról. Sjá einnig: Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Sigríður Laufey Jónsdóttir, lögmaður Creditinfo, svaraði þessum ásökunum daginn eftir og sagði það heyra til algerra undantekninga að kerfi fyrirtækisins birti fyrndar kröfur. Fyrirtækið hafi um árabil rekið svokallað skuldastöðukerfi þar sem lánveitendur miðluðu gögnum um núverandi skuldastöðu einstaklinga. Sjá einnig: Creditinfo birti ekki lánasögu einstaklinga „Þegar þetta kom upp þá fjölluðu fjölmiðlar um þessa kæru til persónuverndar og þá voru viðbrögð Creditinfo og bankans á þá vegu að þetta væri misskilningur eða vitleysa en annað hefur komið í ljós með þessum úrskurði,“ segir Sævar Þór. Í kvörtuninni sem barst Persónuvernd var aðeins um eitt mál að ræða, en sá sem kvartaði vísaði til þess að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum búsins hafi lokið og hafi þá tveggja ára fyrningarfrestur byrjað að líða. Sá frestur rann út og þá höfðu allar kröfur á hendur honum fallið niður sökum fyrningar. Þrátt fyrir þetta neitaði Íslandsbanki kvartanda um kortaviðskipti þar sem bankinn hafði sent fyrirspurn inn í skuldastöðukerfi Creditinfo og séð töluverð vanskil skráð vegna eldri lána. Kvartanda var afhent útprentun sem sýndi að Landsbankinn hafi á þeim tíma miðlað inn í skuldastöðukerfið upplýsingum um lán sem var fallið niður vegna fyrningar, þar á meðal upplýsingum um fjárhæð eftirstöðva og fjárhæð vanskila, greiðslubyrði og dagsetningu elstu vanskila. Varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins Sævar Þór segir að þó úrskurðurinn fjalli aðeins um aðkomu Landsbankans muni aðkoma Creditinfo að málinu verða skoðuð: „Við munum hefja viðræður við bankann í framhaldinu af þessum úrskurði sem verður líklega í þessari viku og við munum líka skoða stöðu Creditinfo því Creditinfo telur sig ekki ábyrgan en ég tel alveg ljóst að Creditinfo þurfi að skoða verkferla hjá sér mun betur og gæta þess að þetta komi ekki aftur fyrir.“ Hann segir ekki liggja fyrir hversu hárra bóta umbjóðandi hans muni sækjast eftir en hann hafi orðið fyrir talsverðu fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Hann hafi ekki getað fengið fyrirgreiðslu annarsstaðar, sem hann bjóst við að fá, og ýmislegt hefur tafist í kjölfarið hjá honum en maðurinn er í sjálfstæðum rekstri. „Hann hafði ákveðnar væntingar að hann gæti fengið fyrirgreiðslur sem sneru að því að hann gæti farið í ákveðnar fjárfestingar, eins og íbúðakaup og þetta hefur verið fjárhagslegt tjón fyrir hann,“ segir Sævar Þór.
Íslenskir bankar Persónuvernd Tengdar fréttir Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá. 6. apríl 2020 16:00 Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. 23. mars 2020 23:16 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá. 6. apríl 2020 16:00
Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. 23. mars 2020 23:16