Vonir um hjarðónæmi óraunsæjar: Aðeins um 2 prósent allra hafa myndað mótefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 23:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. EPA/SALVATORE DI NOLFI Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08