Marshall-áætlun FIFA í bígerð Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:30 FIFA ætlar að bregðast við vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar. VÍSIR/GETTY FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021. FIFA Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Meiri meiðsli á Dönum Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021.
FIFA Fótbolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Meiri meiðsli á Dönum Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira