Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2020 10:33 Fyrsti áfanginn sem á að breikka á Kjalarnesi liggur milli Varmhóla og Grundarhverfis. Vegagerðin vonast til að framkvæmdir þar geti hafist í sumar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Ógildingin er vegna formgalla, þar sem Skipulagsstofnun vísaði í ranga lagagrein, að mati Úrskurðarnefndarinnar, og breytir því ekki að Vegagerðin mun ljúka umhverfismatinu, sem er á lokametrunum. Nefndin segir að uppkvaðning úrskurðar í málinu hafi dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hafi verið til hennar. Úrskurðurinn féll í kærumáli sem Vegagerðin höfðaði gegn Skipulagsstofnun. Kærumálum níu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sama máls var hins vegar vísað frá þar sem Úrskurðarnefndin taldi þau ekki málsaðila en þau voru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Dalabyggð, Helgafellssveit, Borgarbyggð og Grundarfjarðarbær. Á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum lýsti bæjarstjórinn samstöðu meðal íbúa Vesturlands um þessar vegbætur, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Úrskurðarnefndin segir að þeir einir geti átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni sem eigi lögvarða hagsmuni. Umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök teljist eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Kærendur í þessu máli séu sveitarfélög en ekki samtök í skilningi laganna. Sveitarfélögin njóti ekki lögfestrar kæruheimildar en stjórnvöld hafi almennt ekki kærurétt í stjórnsýslunni. Þótt Úrskurðarnefndin hafi fallist á kröfu Vegagerðarinnar um að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar var það gert á grundvelli formgalla, þar sem vísað var í 6. grein laga í stað 5. greinar laga. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur hins vegar fram sá skilningur að mat á umhverfisáhrifum skuli fara fram vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. „Niðurstaðan breytir því engu um það að umrædd framkvæmd skal sæta mati á umhverfisáhrifum,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Þetta sést ekki á úrskurðarorðinu sjálfu en kemur fram í rökstuðningi nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Þannig að það má segja að við séum í óbreyttu ástandi. Mat á umhverfisáhrifum þarf að fara fram,“ segir Pétur. En hvenær má búast við verkið verði boðið út? „Búast má við að verkið verði boðið út í júní ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi.“ Hann segir vinnu við umhverfismat á lokametrunum og verið að fara yfir athugasemdir sem bárust við frummatsskýrsluna. Skipulagsstofnun taki sér svo allt að fjórar vikur til að gefa álit um mat á umhverfisáhrifum. Annar áfangi verksins verður kaflinn frá Grundarhverfi að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Verkinu verði skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi sé Varmhólar-Grundarhverfi og annar áfangi sé Grundarhverfi-Hvalfjörður. Áætlað sé að hönnunarvinnu fyrsta áfanga ljúki í lok maí en hönnunarvinnu við annan áfanga ljúki í ágúst. „Vonir standa til að bæði Skipulagsstofnun og Reykjavíkurborg hraði afgreiðslu á umhverfismati og minniháttar breytingum á deiliskipulagi vegna þessa verkefnis og setji það í forgang svo hægt verði að hefjast handa við fyrsta áfanga í sumar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í fyrra þar sem verkinu er lýst má sjá hér:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykjavík Akranes Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Grundarfjörður Dalabyggð Skorradalshreppur Helgafellssveit Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent