Erlent

Tvöfalt fleiri gætu liðið hungur vegna faraldursins

Kjartan Kjartansson skrifar
Ungir Jemenar með matarskammta frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Sanaa í apríl 2020.
Ungir Jemenar með matarskammta frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Sanaa í apríl 2020. Vísir/EPA

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varar við því að tvöfalt fleiri jarðarbúar gætu staðið frammi fyrir bráðum matvælaskorti á þessu ári vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins en áður. Um 265 milljónir manna gætu þá liðið hungur.

Faraldurinn hefur nær stöðvað hjól efnahagslífsins um víða veröld þegar ríki reyna að hefta útbreiðsluna með útgöngu- og samkomubönnum og ferðatakmörkunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að með ástandinu lendi um 130 milljón manns í bráðu matvælaóöryggi á þessu ári en fyrir falla um 135 milljónir jarðarbúa í þann flokk.

„Covid-19 er mögulega hörmung fyrir milljónir sem eru fyrir á tæpasta vaði,“ segir Arif Husain, aðalhagfræðingur og yfirmaður rannsókna, mats og eftirlits hjá WFP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×