Vinnumálastofnun fær fjármagn til að ráða 35 starfsmenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 14:56 Vinnumálastofnun fær stuðning til að mæta auknu álagi. Vísir/Hanna Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu. Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11