Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 14:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna þríðjudaginn 21. apríl 2020. Lögreglan Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist með hefðbundnu sniði þegar byrjað verður að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mánudaginn 4. maí. Þá stendur meðal annars til að hækka hámarksfjölda fólks sem má koma saman úr tuttugu í fimmtíu. Skólastarfinu verða engu að síður setta ákveðnar skorður. Þannig sagði Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri muni gilda fyrir fullorðna einstaklinga í skólunum, jafnt starfsfólk sem foreldra. Fullorðnir þurfi ennfremur að virða tveggja metra nándarregluna en ekki börnin. Á skólasamkomum eins og vorhátíðum eða útskriftum verður fjöldi fullorðinna einnig takmarkaður við fimmtíu manns. Sagði Víðir að opið væri fyrir að skólar færu í vorferðir og önnur ferðalög að uppfylltum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði að öll starfsemi sem snýr að börnum verði með eðlilegum hætti eftir 4. maí í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Það ætti við um leik- og grunnskóla en einnig íþrótta- og tómstundastarf. Búist er við því að ráðherrann birti auglýsingu um hvernig aðgerðum til að hefta útbreiðslu veiruna frá 4. maí verður háttað í dag eða á morgun. Á upplýsingafundinum í dag sagði Víðir einnig að í auglýsingunni um breyttar aðgerðir verði kveðið á um breytingar sem geri líkamsræktarstöðvum, sem hefur þurft að loka vegna samkomubannsins, kleift að standa fyrir ákveðnum skipulögðum æfingum utandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48 Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Yfirlögregluþjónn segir að skólahald ætti að geta orðið líkt og fyrir samkomubann eftir 4. maí Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir hins vegar að útfærslan í minnisblaði frá sóttvarnarlækni eigi að gera það að verkum að skólahald geti orðið líkt og það var fyrir samkomubann. 19. apríl 2020 18:48
Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. 21. apríl 2020 13:34