Reyna að laga starfsemi skólanna að takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 15:37 Bann við samkomum fimmtíu manns eða fleiri mun gilda fyrir fullorðna í grunnskólum eins og Hagaskóla eftir 4. maí. Fullorðnir þurfa einnig að gæta að tveggja metra nándarreglu. Myndin er úr safni og var tekin áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi. Búist er við því að heilbrigðisráðherra auglýsi hvernig slakað verður á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí í dag eða á morgun. Verulegar takmarkanir hafa verið á skólahaldi í leik- og grunnskólum undanfarnar vikur. Þannig hefur meðal annars verið hámarksfjöldi fyrir nemendur í kennslustofum í grunnskólum og í leikskólum hefur þurft að tryggja að börn séu í fámennum hópum. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa sagt að skólahald geti hafist aftur með hefðbundnu sniði en á upplýsingafundi í dag kom fram að bann við samkomum 50 manns eða fleiri og tveggja metra nándarregla muni gilda um fullorðna einstaklinga í skólum, jafnt starfsfólk sem foreldra, en ekki börnin. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segist enn bíða eftir því að sjá auglýsingu ráðherra um hvernig reglurnar verði útfærðar. Með tilliti til þess sem kom fram á upplýsingafundinum í dag væntir hann þess þó að skólastjórar á hverjum stað reyni að virða takmarkanirnar með þeim ráðum sem þeir hafa tiltæk. Það muni þó kalla á einhverjar breytingar. Ekki sé mikið um að foreldrar safnist saman í svo stórum hópum að það gæti strítt gegn samkomubanni. Verði sömu takmarkanir í gildi við skólaslit í júní muni skólarnir þó þurfa að laga sig að þeim. „Hvað starfsfólk varðar vil ég trúa því að menn geti sett upp þær aðgerðir í starfseminni að það verði sem bestu móti hægt að virða þetta,“ segir Þorsteinn við Vísi. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands.Vísir/Egill Aðgangsstýring fyrir starfsfólk í stærri skólum Á annað hundrað manns vinna í stærstu skólum landsins á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn segir að á sama tíma séu þeir skólar miklir að stærð og starfsfólk því dreift. Hann sér fyrir sér að koma þurfi upp aðgangsstýringu fyrir starfsmenn í stærri skólunum en að það þurfi ekki að koma niður á starfsemi sem tengist börnunum. „Þetta þýðir að starfsfólk skóla þarf að vera vart um sig í skólastarfi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi þegar starfsfólk kemur saman á kaffistofum. Hann fagnar því að skólastarf geti nú færst í samt horf eftir verulegar raskanir í vetur og vor, fyrst vegna verkfalla og síðar vegna kórónuveirufaraldursins. „Börn eiga bara erfitt með stöðuna eins og hún hefur verið. Þau þurfa að komast í sína föstu rútínu. Ég er sannfærðu um að starfsfólk skólanna verði líka að megninu til fegið að koma lífinu í þokkalega rútínu,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59 Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin. 21. apríl 2020 14:59
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06