Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2020 16:47 Fyrirtækjum sem gert var að loka starfsemi sinni vegna kórónufaraldurins verða veitt styrkir og og lítil og meðalstór fyrirtæki geta sótt umhagstæð lán. Þá verða fjármunir settir í að skapa sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í dag. Fjármálaráðherra segir að kostnaður við aðgerðapakkann í heild verði um 60 milljarðar króna. En fyrri pakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir mánuði var metinn á 230 milljarða króna. „Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu með nýsköpun í aðgerðaáætlun stjórnvalda.,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Framlög til fjárfestingar í sprotafyrirtækjum verði aukin og endurgreiðsluhlutfall hækkað ásamt fjárhæðarþaki til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar, en áhrif þessara aðgerða nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Þá verða framlög til listamannalauna aukin þannig að úthluta megi rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu 2020. Fjármálaráðherra segir að 2,5 milljörðum verði varið í styrki til fyrirtækja sem gert var að hætta starfsemi vegna kórónuveirufaraldurins.Vísir/Vilhelm Fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi vegna faraldurins geta fengið styrk upp að allt að 2,4 milljónir. Lítil og meðalstór fyrirtæki í rekstrarörðugleikum geta sótt um allt að 6 milljón króna óverðtryggð stuðningslán á sömu vöxtum og sjö daga bundin innlán lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands, sem nú eru 1,75%. „Ljóst er að stór hluti fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu mun geta nýtt leiðina þar sem hlutfall lítilla og meðalstórra fyrirtækja er töluvert meira í ferðaþjónustu en öðrum greinum. Áætluð heildarútgjöld vegna þessara tveggja aðgerða eru talin geta numið rúmlega 30 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu stjórnvalda. Einnig verði fyrirtækjum heimilt að jafna vegna tekjuskatts allt að 20 m.kr. af fyrirsjáanlegu tapi ársins 2020 á móti hagnaði ársins 2019. Tveimur komma tveimur milljörðum verður varið til að skapa 3.000 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn 18 ára og eldri og 300 milljónum króna til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. „Einnig verður ráðist í aðgerðir til að hlúa að viðkvæmum hópum, vinna gegn ofbeldi og félagslegri einangrun aldraðra og öryrkja, styðja við virkni atvinnuleitenda og tryggja tækifæri barna úr tekjulágum fjölskyldum til að taka þátt í frístundastarfi,“ segir í tilkynningunni. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Alls verði um 8,5 milljörðum varið til félagslegra aðgerða í þessum áfanga. Boðað er að einkareknum fjölmiðlum verði tryggður sérstakur rekstrarstuðningur á þessu ári án þess að tilgreint sé nánar með hvaða hætti það verði gert. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Til þess að liðka fyrir markmiði sveitarfélaga um flýtiframkvæmdir er lagt til að þeim verði veittur tímabundinn réttur til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað auk þess sem Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fær heimild til að veita styrki til sveitarfélaga. Þá stendur yfir kortlagning á viðkvæmum svæðum á landsvísu og stafræn þjónusta sveitarfélaga verður efld. Félagslegar aðgerðir: Tímabundin störf Ríki og sveitarfélög skapa allt að 3.500 störf fyrir námsmenn yfir sumartímann með fjármögnun frá ríkinu Sérstök námsúrræði Samhæfingarhópur félags- og menntamálaráðuneytisins vinnur að því að skapa menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Aukin umönnun langveikra og fatlaðra barna Skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður Félagsleg einangrun Sértækar aðgerðir til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa m.a. aldraða fatlað fólk, innflytjendur og flóttafólk, fanga, heimilislausa og börn og fjölskyldur þeirra Aðgerðir gegn ofbeldi á börnum Áframhald vitundarvakningar um aðstæður barna sem sæta ofbeldi. Félagasamtök sem sinna ráðgjöf við börn og fjölskyldur þeirra hafa verið styrkt og starfsemi þeirra í þessa veru því efld. Þá hefur Barnahús verið styrkt frekar til að bregðast við. Vitundarvakning gegn heimilisofbeldi Sérstakt átak og markvissar aðgerðir í baráttu gegn ofbeldi og þjónustu við brotaþola. Hjálp og stuðningur fyrir þolendur og gerendur hefur verið efld mjög og settur verður af stað aðgerðahópur með fulltrúm helstu hagsmunaaðila til að stýra þessu átaki næstu misseri. Stuðningur frá ríki til sveitarfélaga fyrir tómstundir barna á tekjulágum heimilum Strax í sumar verður lagt fram viðbótarframlag vegna tómstundastarfs barna sem nemur allt að 50 þúsund krónum á hvert barn, samtals um 600 milljónum króna, til fjölskyldna þar sem samanlagðar atvinnutekjur, atvinnuleysisbætur og örorkulífeyrisgreiðslur nema lægri upphæð en 740 þúsund krónum á mánuði. Nær til 8 til 12 þúsund barna. Framkvæmd úrræðisins verður á höndum sveitarfélaga og fjölskyldur sækja til þeirra um aukinn stuðning. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fyrirtækjum sem gert var að loka starfsemi sinni vegna kórónufaraldurins verða veitt styrkir og og lítil og meðalstór fyrirtæki geta sótt umhagstæð lán. Þá verða fjármunir settir í að skapa sumarstörf fyrir námsmenn og 8,5 milljarðar fara í félagslegar aðgerðir vegna viðkæmra hópa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í dag. Fjármálaráðherra segir að kostnaður við aðgerðapakkann í heild verði um 60 milljarðar króna. En fyrri pakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir mánuði var metinn á 230 milljarða króna. „Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu með nýsköpun í aðgerðaáætlun stjórnvalda.,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Framlög til fjárfestingar í sprotafyrirtækjum verði aukin og endurgreiðsluhlutfall hækkað ásamt fjárhæðarþaki til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar, en áhrif þessara aðgerða nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Þá verða framlög til listamannalauna aukin þannig að úthluta megi rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu 2020. Fjármálaráðherra segir að 2,5 milljörðum verði varið í styrki til fyrirtækja sem gert var að hætta starfsemi vegna kórónuveirufaraldurins.Vísir/Vilhelm Fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi vegna faraldurins geta fengið styrk upp að allt að 2,4 milljónir. Lítil og meðalstór fyrirtæki í rekstrarörðugleikum geta sótt um allt að 6 milljón króna óverðtryggð stuðningslán á sömu vöxtum og sjö daga bundin innlán lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands, sem nú eru 1,75%. „Ljóst er að stór hluti fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu mun geta nýtt leiðina þar sem hlutfall lítilla og meðalstórra fyrirtækja er töluvert meira í ferðaþjónustu en öðrum greinum. Áætluð heildarútgjöld vegna þessara tveggja aðgerða eru talin geta numið rúmlega 30 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu stjórnvalda. Einnig verði fyrirtækjum heimilt að jafna vegna tekjuskatts allt að 20 m.kr. af fyrirsjáanlegu tapi ársins 2020 á móti hagnaði ársins 2019. Tveimur komma tveimur milljörðum verður varið til að skapa 3.000 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn 18 ára og eldri og 300 milljónum króna til að efla nýsköpun meðal ungra frumkvöðla gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Auk þess verði 800 milljónum veitt til að bjóða sumarönn í framhalds- og háskólum sem nýtist bæði nemendum og fólki á atvinnuleysis- eða hlutabótum. „Einnig verður ráðist í aðgerðir til að hlúa að viðkvæmum hópum, vinna gegn ofbeldi og félagslegri einangrun aldraðra og öryrkja, styðja við virkni atvinnuleitenda og tryggja tækifæri barna úr tekjulágum fjölskyldum til að taka þátt í frístundastarfi,“ segir í tilkynningunni. Hugað verði sérstaklega að því að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónusta verði efld. Alls verði um 8,5 milljörðum varið til félagslegra aðgerða í þessum áfanga. Boðað er að einkareknum fjölmiðlum verði tryggður sérstakur rekstrarstuðningur á þessu ári án þess að tilgreint sé nánar með hvaða hætti það verði gert. Þá verði komið til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimili þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Til þess að liðka fyrir markmiði sveitarfélaga um flýtiframkvæmdir er lagt til að þeim verði veittur tímabundinn réttur til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað auk þess sem Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fær heimild til að veita styrki til sveitarfélaga. Þá stendur yfir kortlagning á viðkvæmum svæðum á landsvísu og stafræn þjónusta sveitarfélaga verður efld. Félagslegar aðgerðir: Tímabundin störf Ríki og sveitarfélög skapa allt að 3.500 störf fyrir námsmenn yfir sumartímann með fjármögnun frá ríkinu Sérstök námsúrræði Samhæfingarhópur félags- og menntamálaráðuneytisins vinnur að því að skapa menntatækifæri fyrir allt að 15.000 atvinnuleitendur innan hins hefðbundna menntakerfis, framhaldsfræðslunnar, hjá almennum fræðsluaðilum og öðrum þjónustuaðilum. Aukin umönnun langveikra og fatlaðra barna Skattfrjálsir styrkir til foreldra vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna þar sem þjónusta féll niður Félagsleg einangrun Sértækar aðgerðir til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa m.a. aldraða fatlað fólk, innflytjendur og flóttafólk, fanga, heimilislausa og börn og fjölskyldur þeirra Aðgerðir gegn ofbeldi á börnum Áframhald vitundarvakningar um aðstæður barna sem sæta ofbeldi. Félagasamtök sem sinna ráðgjöf við börn og fjölskyldur þeirra hafa verið styrkt og starfsemi þeirra í þessa veru því efld. Þá hefur Barnahús verið styrkt frekar til að bregðast við. Vitundarvakning gegn heimilisofbeldi Sérstakt átak og markvissar aðgerðir í baráttu gegn ofbeldi og þjónustu við brotaþola. Hjálp og stuðningur fyrir þolendur og gerendur hefur verið efld mjög og settur verður af stað aðgerðahópur með fulltrúm helstu hagsmunaaðila til að stýra þessu átaki næstu misseri. Stuðningur frá ríki til sveitarfélaga fyrir tómstundir barna á tekjulágum heimilum Strax í sumar verður lagt fram viðbótarframlag vegna tómstundastarfs barna sem nemur allt að 50 þúsund krónum á hvert barn, samtals um 600 milljónum króna, til fjölskyldna þar sem samanlagðar atvinnutekjur, atvinnuleysisbætur og örorkulífeyrisgreiðslur nema lægri upphæð en 740 þúsund krónum á mánuði. Nær til 8 til 12 þúsund barna. Framkvæmd úrræðisins verður á höndum sveitarfélaga og fjölskyldur sækja til þeirra um aukinn stuðning.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira