Sameinuðu þjóðirnar óttast hungursneyð vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 19:10 David Beasley, yfirmaður Matvælaáæltunar Sameinuðu þjóðanna, óttast að hungursneyð gæti herjað á fjölda vanþróaðra ríkja vegna kórónuveirufaraldursins. EPA/SALVATORE DI NOLFI Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira