Segir frá veikindunum: „Ég var hreinlega við það að missa vonina“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 20:19 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. „Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira