Fyrirtæki Trump biður ríkisstjórn hans um neyðaraðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 23:21 Hótel Donald Trump í Washington DC. Getty/Mark Wilson Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Fyrirtæki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, leitar nú eftir aðstoð frá ríkisstjórn hans vegna hótels sem fyrirtækið leigir af ríkinu í Washington DC. Hótelið sem er skammt frá Hvíta húsinu stendur nú tómt, eins og flest öll hótel í heiminum, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á undanförnum vikum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins, synir forsetans, kannað hvort þeir getu endursamið við ríkið um leigu hússins sem hótelið er í, samkvæmt heimildum New York Times. Fyrirtækið er í eigu Donald Trump en synir hans reka það. Leigan er um 268 þúsund dalir á mánuði eða um 39 milljónir króna. Eric Trump, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti heimildir NYT og segist vera að leita eftir sambærilegri aðstoð og hið opinbera veitir öðrum fyrirtækjum sem leigja húsnæði af ríkinu. Eric Trump, forstjóri Trump fyrirtækisins.EPA/Albin Lohr-Jones Forsvarsmenn þeirrar stofnunar sem sjá um eigur ríkisins standa nú frammi fyrir ákveðnum vandræðum. Neiti þeir beiðni sona forsetans gæti hann brugðist reiður við. Verði þeir við beiðninni mun stofnunin væntanlega verða fyrir mikilli gagnrýni. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti. Hann segir að synir hans tveir hafi tekið við rekstri fyrirtækisins en hann nýtur enn fjárhagslegs ávinnings af rekstrinum. Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump hótelið í Washington DC hefur þótt til marks um það hvernig forsetinn hefur hagnast á embætti sínu. Erlendir erindrekar sækja hótelið ítrekað og málafylgjumenn sömuleiðis. Þannig segja gagnrýnendur forsetans að færa megi rök fyrir því að Trump taki í raun við beinum greiðslum frá öðrum ríkjum og hagsmunaaðilum. Vilja einnig aðstoð í Flórída Synir forsetans hafa einnig átt í viðræðum við Deutsche Bank um frestun lánagreiðslna en forsetinn skuldar bankanum rúmar 300 milljónir dala. Eric Trump staðfesti einnig að fyrirtæki forsetans væri að leitast eftir aðstoð varðandi leigu golfvallar í Palm Beach í Flórída. Golfvöllurinn væri lokaður vegna skipanna frá yfirvöldum þar og aftur sagði Eric Trump að hann væri bara að sækjast eftir sömu aðstoð og önnur fyrirtæki. Bæjarfulltrúi í Palm Beach, sagði aðra í bæjarstjórn óttast að ef þeir verði ekki við ósk Eric Trump, muni forsetinn reiðast þeim. Hann gæti komið í veg fyrir að Palm Beach fengi aðstoð alríkisins vegna kórónuveirunnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira