Rangur matur á röngum tíma Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 09:00 Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun