Getur Fylkir blandað sér í toppbaráttuna í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:00 Tekst Fylki að blanda sér í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar í sumar? Vísir/Daníel Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira