Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2020 21:00 Verkið tekur ekki marga daga og á að vera lokið 25. apríl. Vísir/Jóhann K. Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar. Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar.
Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira