Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 24. apríl 2020 07:26 Donald Trump ætlar sér að berjast gegn rannsóknum Demókrata. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira