Ætla að breyta ímynd Ischgl Andri Eysteinsson skrifar 24. apríl 2020 09:20 Frá alpabænum Ischgl í Austurríki. EPA/STR Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. Stefnt er að því að ímynd staðarins, sem var lýst sem „Íbíza Alpafjallanna“ verði breytt og áhersla verði lögð á annarskonar ferðaþjónustu á svæðinu. Guardian greinir frá. Því er útlit fyrir það að partí-ferðamennskudagar Ischgl séu liðnir en bæjarstjóri Ischgl, Werner Kurz greindi frá áformunum í yfirlýsingu í gær. „Við munum endurskoða uppbyggingu síðustu ára og gera endurbætur þar sem þess er þörf,“ sagði Kurz en nýverið var bærinn opnaður að nýju eftir að hafa setið í mánaðarsóttkví. Kurz sagði þó að ímynd staðarins sem áfangastaðar fyrir þyrsta skíðamenn fyrst og fremst væri ósanngjörn enda hefði Ischgl margt annað að bjóða en skemmtanalíf. Bæjarstjórinn viðurkenndi þó að breytingar þyrftu að verða. „Við munum minnka partý-ferðamennskuna og einbeita okkur að skíðafólki en ekki þeim sem koma einvörðungu til að skemmta sér,“ sagði Kurz. Ischgl komst í heimsfréttirnar í mars eftir hæg viðbrögð yfirvalda þar í bæ við útbreiðslu kórónuveirunnar. Íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu sett Ischgl á lista yfir sérstök áhættusvæði vegna faraldursins 5. mars. Lífið hélt þó áfram sinn vanagang í Ischgl í viku til viðbótar og hefur verið hægt að rekja þúsundir smita til staðarins. Fyrstu aðgerðir í Ischgl voru þær að skemmtistaðurinn Kitzloch lokaði 9. mars eftir að barþjónn staðarins hafði greinst með veiruna. Talið er líklegt að flauta barþjónsins, sem fékk að ganga á milli manna, hafi dreift veirunni til gesta í Ischgl. Skíðasvæðinu var að endingu lokað 13. Mars en yfir 800 smit í Austurríki hafa verið rakin til Ischgl og nærliggjandi svæðis. Ríkisstjóri Tíról-héraðs þar sem Ischgl er að finna hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þúsundir gesta vinna nú að hópmálsókn gegn skíðasvæðinu vegna málsins.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira