Samkomubannið minnkaði eldsneytissölu um tugi prósenta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:18 Eldsneyti þykir ekki jafn eftirsóknarvert og áður, nú þegar ferðum hefur fækkar í faraldri. Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Kúvending varð á sölu eldsneytis eftir gildistöku samkomubannsins vegna kórónuveirunnar þann 16. mars. Fram að samkomubanni hafði salan verið um 8 prósent meiri en í mars í fyrra en í lok mánaðar var hún orðin um 42 prósent minni en meðalsalan á venjulegum marsdegi árið 2019. Salan hefur minnkað enn meira síðan þá. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er meðalsalan það sem af er apríl um 68 prósent lægri en sömu daga í fyrra. Hluta þessa samdráttar má rekja til minni aksturs erlendra ferðamanna. Þannig segir Hagstofan að dagana fyrir samkomubann hafi um 9 prósent eldsneytissölu verið greidd með erlendum greiðslukortum. Hlutfallið var hins vegar komið undir 1 prósent um miðjan mars. Eftir að samkomubann var sett á dró úr sölu eldsneytis nokkuð stöðugt á milli vikna, en þó mældst nokkur aukning í sölu í byrjun apríl að sögn Hagstofunnar. Hagstofan Minni eldsneytiskaup á Íslandi tónar við þróunina úti í heimi. Meðfram því sem sífellt stærri hluta heimsbyggðarinnar var gert að búa við hvers kyns samkomu- og útgöngubönn minnkað eftirspurnin eftir eldsneyti, enda minni þörf á bensíni og olíu þegar sjaldnar er ferðast. Fyrir vikið hefur bensínverð lækkað nokkuð skarpt á síðustu mánum. Verð á tunnu af Brent-hráolíu úr Norðursjó hefur þannig lækkað um næstum 70 prósent frá upphafi árs. Svipaða sögu er að segja af verði annarra tunna sem hafa ekki aðeins mátt þola minni eftirspurn heldur jafnframt verðstríð Sádí-Araba og Rússa. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á dögunum að draga úr framleiðslu um allt að 20 prósent til að sporna við frekari verðlækkunum. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað samhliða þessum vendingum. Bensínlítrinn kostaði t.a.m. rúmlega 242 krónur hjá N1 í upphafi árs en kostar núna um 212 krónur, lækkun upp á þrjátíu krónur á lítra. Eftir sem áður er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco. Þar var rukkað 198 krónur fyrir lítrann um áramót en 180 krónur í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Costco Samkomubann á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32 Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. 21. apríl 2020 12:32
Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda 2. apríl 2020 12:08