Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:35 Höfuðstöðvar Torgs við Hafnartorg. vísir/vilhelm Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24
Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28