Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta.
Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 17. apríl síðastliðinn. Gildistími samningsins er til 31. desember 2020.
Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst klukkan 12:00 þriðjudaginn 21. apríl og lauk klukkan tólf á hádegi í dag.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:
Á kjörskrá voru: 1.492
Alls greiddu 897 atkvæði eða 60,12%
Já sögðu 822 eða 91,64%
Nei sögðu 54 eða 6,02%
Auðir seðlar 12 eða 2,34%