Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2020 14:11 Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins býður sig fram til að gegna öðru kjörtímabili sínu í embætti og er kominn með mótframboð frá Guðmundi Franklín Jónssyni sem býður sig nú í annað sinn fram til embættis forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. Verði af kosningunum yrði það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti þarf að berjast fyrir endurkjöri að loknu fyrsta kjörtímabili sínu. Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands lýkur hinn 31. júlí næst komandi. Hann tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að hann byði sig fram á ný í forsetakosningum sem fram fara hinn 27. júní fái forseti mótframboð en að öðrum kosti er forseti sjálfkjörinn samkvæmt stjórnarskrá, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Guðmundur Franklín Jónsson hefur stórar hugmyndir um breytt hlutverk embættis forseta Íslands.Mynd/Facebook síða Guðmundar Franklíns Jónssonar Nú lítur út fyrir að kosningar fari fram eftir að Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur tilkynnti um framboð sitt hinn 23. apríl. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að honum takist að afla sér nægilega margra meðmælenda sem stjórnarskrá og lög kveða á um fyrir tilskilin frest til að skila inn forsetaframboði. Í 4. grein laga um framboð og kjör forseta Íslands segir: „Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag,“ sem þýðir að fresturinn er að þessu sinni til 23. maí. Lögin kveða einnig á um að „forsætisráðherra auglýsi kosninguna í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag og tiltaki hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar.“ Þetta gerði forsætisráðuneytið hinn 20. mars og þar segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Á vefsíðu forsetaembættisins má finna umfjöllun um fyrri forseta lýðveldisins. Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. Vigdís Finnbogadóttir heilsar velunnurum sínum á 90 ára afmælisdegi hennar hinn 15. apríl á sólpalli við hús sitt við Aragötu þar sem henni var fagnað af þúsundum manna eftir forsetakjör hennar í júní 1980.Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið lengst allra í embætti forseta Íslands, eða í fimm kjörtímabil frá 1996 til 2016.Vísir/Vilhelm Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson er ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í fyrsta skipti því hann bauð sig fyrst fram árið 2016. Ólafur Ragnar hafði þá í nýársávarpi sagt að hann yrði ekki í framboði í komandi kosningum í júní. Guðmundur Franklín dró hins vegar framboð sitt til baka hinn 4. apríl og lýsti stuðningi sínum við að Ólafur Ragnar byði sig fram enn og aftur. Hann tilkynnti það á fréttamannafundi á Bessastöðum hinn 18. apríl. Tæpum mánuði síðar, eða hinn 9. maí tilkynnti Ólafur Ragnar aftur á móti að hann yrði ekki í framboði. Frá því Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti árið 2016 hefur hann notið fylgis mikils meirihluta þjóðarinnar samkvæmt öllum könnunum.Vísir/Vilhelm Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðmundur Franklín nær að halda framboði sínu til streitu í þetta skiptið og eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Ef hann hættir hins vegar við og enginn annar en Guðni býður sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“ Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Kristján Eldjárn Ásgeir Ásgeirsson Sveinn Björnsson Fréttaskýringar Forsetakosningar 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. Verði af kosningunum yrði það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti þarf að berjast fyrir endurkjöri að loknu fyrsta kjörtímabili sínu. Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands lýkur hinn 31. júlí næst komandi. Hann tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að hann byði sig fram á ný í forsetakosningum sem fram fara hinn 27. júní fái forseti mótframboð en að öðrum kosti er forseti sjálfkjörinn samkvæmt stjórnarskrá, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Guðmundur Franklín Jónsson hefur stórar hugmyndir um breytt hlutverk embættis forseta Íslands.Mynd/Facebook síða Guðmundar Franklíns Jónssonar Nú lítur út fyrir að kosningar fari fram eftir að Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur tilkynnti um framboð sitt hinn 23. apríl. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort að honum takist að afla sér nægilega margra meðmælenda sem stjórnarskrá og lög kveða á um fyrir tilskilin frest til að skila inn forsetaframboði. Í 4. grein laga um framboð og kjör forseta Íslands segir: „Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag,“ sem þýðir að fresturinn er að þessu sinni til 23. maí. Lögin kveða einnig á um að „forsætisráðherra auglýsi kosninguna í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag og tiltaki hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar.“ Þetta gerði forsætisráðuneytið hinn 20. mars og þar segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Á vefsíðu forsetaembættisins má finna umfjöllun um fyrri forseta lýðveldisins. Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. Vigdís Finnbogadóttir heilsar velunnurum sínum á 90 ára afmælisdegi hennar hinn 15. apríl á sólpalli við hús sitt við Aragötu þar sem henni var fagnað af þúsundum manna eftir forsetakjör hennar í júní 1980.Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið lengst allra í embætti forseta Íslands, eða í fimm kjörtímabil frá 1996 til 2016.Vísir/Vilhelm Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson er ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í fyrsta skipti því hann bauð sig fyrst fram árið 2016. Ólafur Ragnar hafði þá í nýársávarpi sagt að hann yrði ekki í framboði í komandi kosningum í júní. Guðmundur Franklín dró hins vegar framboð sitt til baka hinn 4. apríl og lýsti stuðningi sínum við að Ólafur Ragnar byði sig fram enn og aftur. Hann tilkynnti það á fréttamannafundi á Bessastöðum hinn 18. apríl. Tæpum mánuði síðar, eða hinn 9. maí tilkynnti Ólafur Ragnar aftur á móti að hann yrði ekki í framboði. Frá því Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti árið 2016 hefur hann notið fylgis mikils meirihluta þjóðarinnar samkvæmt öllum könnunum.Vísir/Vilhelm Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðmundur Franklín nær að halda framboði sínu til streitu í þetta skiptið og eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Ef hann hættir hins vegar við og enginn annar en Guðni býður sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Kristján Eldjárn Ásgeir Ásgeirsson Sveinn Björnsson Fréttaskýringar Forsetakosningar 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira