Fótbolti

Stemningin á Anfield líklega sú besta sem Terry upplifði á sínum ferli

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Terry vann fjöldan allan af titlum hjá Chelsea.
John Terry vann fjöldan allan af titlum hjá Chelsea. vísir/getty

John Terry, fyrrum varnamaður Chelsea og enska landsliðsins, er nú aðstoðarþjálfari Aston Villa. Hann fær ekkert að þjálfa um þessar mundir vegna kórónuveirunnar en hann var í viðtali við Jamie Carragher og Sky Sports um heima og geima.

Eitt af því sem þessir fyrrum varnarmenn enska landsliðsins ræddu var gengi Englands á stórmótum og Terry var með ákveðna tillögu hvernig mætti bæta gengið þeirra þar.

„Þú hafðir endað leiktíðina á toppnum líkamlega og svo þurftirðu að taka tvær eða þrjár vikur í frí áður en mótið byrjaði. Það skiptir ekki máli hversu mikið þú hleypur og gerir æfingar, því þú munt alltaf vera langt á eftir þegar það kemur að leiknum sjálfum,“ sagði Terry.

„Þú þurftir þrjá eða fjóra leiki á mótinu til þess að koma þér í form og þá ertu riðlakeppnin búin og þú ert kominn inn í átta liða úrslitin. Þegar ég var fyrirliði enska landsliðsins sagði ég við enska knattspyrnusambandið að við þyrftum að seinka tímabilinu og lengja það hægt og rólega.“

„Þá myndum við enda leiktíðina og síðan fimm dögum seinna þá myndum við fara saman á stórmót. Það hefði hjálpað okkur mikið en enginn hlustaði á mig!“

Það var ekki bara enska landsliðið sem þeir ræddu um því einnig kom Terry inn á upplifunina að spila á gamla heimavelli Carragher, Anfield.

„Að fara inn á þennan leikvang! Ég hef sagt það í mörg ár að stemningin er líklega sú besta sem ég hef upplifað sem leikmaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×