Bleikt eða blátt? Ingveldur L. Gröndal skrifar 25. apríl 2020 21:51 Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun