Innlent

Tveir greindust með smit

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.792 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tvö frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Þá eru 13 nú á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu vegna COVID-19. Alls hefur 1.608 manns batnað af veikinni. Þá eru 695 manns í sóttkví og 174 í einangrun. 18.800 hafa lokið sóttkví. Sýni sem hafa verið tekin eru orðin 46.352 talsins. Tíu dauðsföll hafa verið staðfest vegna kórónuveirusmits.

Klukkan tvö verður haldinn upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem farið verður yfir stöðu mála í sambandi við faraldurinn og farið yfir aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×