Íslandsbanki hefur greitt ríkinu um 70 milljarða í arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2020 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira