Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 21:33 Deborah Birx fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins. Vísir/EPA Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. Hún teldi best ef fjölmiðlar myndu láta af spurningum um málið. Í þættinum State of the Union á CNN var Birx spurð hvort viðbrögðin við ummælum forsetans hefðu haft áhrif á hana. „Það sem truflar mig er að það er enn verið að fjalla um þetta, því ég held að okkur vanti stóru myndina af því sem við þurfum að gera sem þjóð til þess að vernda hvort annað. Sem vísindamaður og heilbrigðisstarfsmaður, hef ég stundum áhyggjur af því að við séum ekki að koma þeim upplýsingum til þjóðarinnar sem hún þarf, á meðan við höldum áfram að ræða eitthvað sem kom upp á fimmtudaginn,“ hefur Guardian eftir henni. Birx segist þá hafa gert forsetanum það ljóst að það væri ekki vænleg meðferð við veikindunum sem kórónuveiran veldur að dæla sótthreinsiefnum í líkama sjúklinga. Trump lagði einnig til að skoðað yrði hvort notkun útfjólublás ljóss gæti nýst við meðferð kórónuveirusjúklinga. Sérfræðingar hafa þó varað við skaðlegum áhrifum slíks ljóss á mannslíkamann. Það stóð ekki á viðbrögðum við ummælum forsetans úr hinum ýmsu áttum, og hafa margir sérfræðingar varað við því sem forsetinn lagði til að yrði rannsakað. Trump hefur síðan þá reynt að gera lítið úr eigin ummælum, sagst hafa sett þau fram í kaldhæðni og allt hafi þetta verið grín hjá honum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Hættur með fundina í kjölfar viðbragða við ummælunum Trump gaf um helgina í skyn að hann myndi láta af daglegum upplýsingafundum sínum um stöðu mála í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fjölmiðlar væru honum ekki hliðhollir. „Hver er tilgangur þess að vera með blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar lélegir fjölmiðlar gera ekki annað en að spyrja óvinveittra spurninga, og neita að segja satt og rétt frá staðreyndunum,“ tísti forsetinn í gær, um svipað leyti og hinir daglegu blaðamannafundir hafa farið fram. „Þeir fá metáhorf og bandaríska þjóðin fær ekkert nema falsfréttir. Tíminn og vinnan eru ekki þess virði!“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. Hún teldi best ef fjölmiðlar myndu láta af spurningum um málið. Í þættinum State of the Union á CNN var Birx spurð hvort viðbrögðin við ummælum forsetans hefðu haft áhrif á hana. „Það sem truflar mig er að það er enn verið að fjalla um þetta, því ég held að okkur vanti stóru myndina af því sem við þurfum að gera sem þjóð til þess að vernda hvort annað. Sem vísindamaður og heilbrigðisstarfsmaður, hef ég stundum áhyggjur af því að við séum ekki að koma þeim upplýsingum til þjóðarinnar sem hún þarf, á meðan við höldum áfram að ræða eitthvað sem kom upp á fimmtudaginn,“ hefur Guardian eftir henni. Birx segist þá hafa gert forsetanum það ljóst að það væri ekki vænleg meðferð við veikindunum sem kórónuveiran veldur að dæla sótthreinsiefnum í líkama sjúklinga. Trump lagði einnig til að skoðað yrði hvort notkun útfjólublás ljóss gæti nýst við meðferð kórónuveirusjúklinga. Sérfræðingar hafa þó varað við skaðlegum áhrifum slíks ljóss á mannslíkamann. Það stóð ekki á viðbrögðum við ummælum forsetans úr hinum ýmsu áttum, og hafa margir sérfræðingar varað við því sem forsetinn lagði til að yrði rannsakað. Trump hefur síðan þá reynt að gera lítið úr eigin ummælum, sagst hafa sett þau fram í kaldhæðni og allt hafi þetta verið grín hjá honum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Hættur með fundina í kjölfar viðbragða við ummælunum Trump gaf um helgina í skyn að hann myndi láta af daglegum upplýsingafundum sínum um stöðu mála í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fjölmiðlar væru honum ekki hliðhollir. „Hver er tilgangur þess að vera með blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar lélegir fjölmiðlar gera ekki annað en að spyrja óvinveittra spurninga, og neita að segja satt og rétt frá staðreyndunum,“ tísti forsetinn í gær, um svipað leyti og hinir daglegu blaðamannafundir hafa farið fram. „Þeir fá metáhorf og bandaríska þjóðin fær ekkert nema falsfréttir. Tíminn og vinnan eru ekki þess virði!“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37
Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26