Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:23 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Fréttamaður Sky ræddi við fólk sem beið þar eftir skimun í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. Þá lýsir höfundur greinarinnar því að Sky-teymið hafi fengið símtal frá smitrakningateyminu fyrsta dag Íslandsfararinnar. Áhugi erlendra fjölmiðla á viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum hér á landi hefur verið talsverður. Nokkrar bandarískar fréttastofur hafa fjallað um skimun Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við Kára Stefánsson forstjóra fyrirtækisins, auk þess sem smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra og umfangsmiklar sýnatökur hafa vakið athygli. Sjá einnig: Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Íslendingum hætti til að rífast um allt Katrín segir í viðtalinu við Sky, sem tekið var hér á landi í síðustu viku, að meginstefna íslenskra stjórnvalda hafi verið að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. „Það þýðir að taka sýni úr mörgum, rekja [smit], setja fólkið í sóttkví og fá fólk í einangrun þar sem það er veikt. Þessar leiðbeiningar eru það sem við höfum verið að gera.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín bendir jafnframt á að Íslendingar njóti góðs af því að vera fámenn þjóð. Auðveldara sé að afla upplýsinga um fólkið í landinu en ella og þá sé samheldnin mikilvæg. „Okkur hættir til að rífast um allt. En þegar við tökumst á við eitthvað stórt þá eigum við það til að sýna sterka samstöðu.“ Símtal frá smitrakningarteyminu Þá ræðir fréttamaður Sky við fólk sem mætt er í sýnatöku hjá fyrirtæki sem ekki er nafngreint í umfjölluninni en ætla má að þar sé um að ræða Íslenska erfðagreiningu. Sérstaklega er tekið fram að enginn sem beið eftir sýnatöku hafi sýnt einkenni. „Enginn þeirra finnur til veikinda. Enginn er með hósta eða hita. Enginn hefur sýnt einkenni Covid-19,“ segir í frétt Sky. Gestur Pálmason, starfsmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Þá beinir fréttamaður sjónum sínum að smitrakningarteyminu og ræðir við Gest Pálmason, starfsmann teymisins, sem lýsir ferlinu við smitrakninguna. Sérstaklega er bent á þá vinnu sem snýr að því að fylgjast með ferðum erlendra gesta hingað til lands. Sky-teymið, sem kom til landsins daginn áður en hertar reglur um sóttkví tóku gildi, fór ekki varhluta af því. „Fyrsta dag okkar á eyjunni var hringt í okkur er við vorum við vinnu. Það var lögreglumaður sem vildi vita hvar við værum stödd, hvert við myndum fara. Upplýsingum um flugið okkar, nöfnum og símanúmerum hafði verið komið áleiðis til teymisins. […] Þau telja að þau hafi náð stjórn á faraldrinum og vilja ekki eiga á hættu að ferðamenn breiði hann út á ný,“ segir í umfjöllun Sky News. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. Þá lýsir höfundur greinarinnar því að Sky-teymið hafi fengið símtal frá smitrakningateyminu fyrsta dag Íslandsfararinnar. Áhugi erlendra fjölmiðla á viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum hér á landi hefur verið talsverður. Nokkrar bandarískar fréttastofur hafa fjallað um skimun Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við Kára Stefánsson forstjóra fyrirtækisins, auk þess sem smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra og umfangsmiklar sýnatökur hafa vakið athygli. Sjá einnig: Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Íslendingum hætti til að rífast um allt Katrín segir í viðtalinu við Sky, sem tekið var hér á landi í síðustu viku, að meginstefna íslenskra stjórnvalda hafi verið að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. „Það þýðir að taka sýni úr mörgum, rekja [smit], setja fólkið í sóttkví og fá fólk í einangrun þar sem það er veikt. Þessar leiðbeiningar eru það sem við höfum verið að gera.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín bendir jafnframt á að Íslendingar njóti góðs af því að vera fámenn þjóð. Auðveldara sé að afla upplýsinga um fólkið í landinu en ella og þá sé samheldnin mikilvæg. „Okkur hættir til að rífast um allt. En þegar við tökumst á við eitthvað stórt þá eigum við það til að sýna sterka samstöðu.“ Símtal frá smitrakningarteyminu Þá ræðir fréttamaður Sky við fólk sem mætt er í sýnatöku hjá fyrirtæki sem ekki er nafngreint í umfjölluninni en ætla má að þar sé um að ræða Íslenska erfðagreiningu. Sérstaklega er tekið fram að enginn sem beið eftir sýnatöku hafi sýnt einkenni. „Enginn þeirra finnur til veikinda. Enginn er með hósta eða hita. Enginn hefur sýnt einkenni Covid-19,“ segir í frétt Sky. Gestur Pálmason, starfsmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Þá beinir fréttamaður sjónum sínum að smitrakningarteyminu og ræðir við Gest Pálmason, starfsmann teymisins, sem lýsir ferlinu við smitrakninguna. Sérstaklega er bent á þá vinnu sem snýr að því að fylgjast með ferðum erlendra gesta hingað til lands. Sky-teymið, sem kom til landsins daginn áður en hertar reglur um sóttkví tóku gildi, fór ekki varhluta af því. „Fyrsta dag okkar á eyjunni var hringt í okkur er við vorum við vinnu. Það var lögreglumaður sem vildi vita hvar við værum stödd, hvert við myndum fara. Upplýsingum um flugið okkar, nöfnum og símanúmerum hafði verið komið áleiðis til teymisins. […] Þau telja að þau hafi náð stjórn á faraldrinum og vilja ekki eiga á hættu að ferðamenn breiði hann út á ný,“ segir í umfjöllun Sky News.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00
Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37
Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41