Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2020 14:10 Sendiherrar á fimm sendiskrifstofum verða færðir til í starfi í reglulegum hrókeringum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni. Gunnar Pálsson sendiherra sem opinberlega hefur gagnrýnt að til hafi staðið að flytja hann frá París til Nýju Delí kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson stefnir á breytingar á reglum um skipan sendiherra og vill að stöðurnar verði auglýstar í framtíðinniVísir/Vilhelm Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ákvörðun utanríkisráðherra á skipan á fimm sendiskrifstofum hafi verið tilkynnt viðkomandi hinn 11. mars síðast liðinn. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur sé eingöngu um flutninga núverandi sendiherra og sendifulltrúa að ræða. Kristján Andri Stefánsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra Íslands í París verði sendiherra í Brussel. Gunnar Pálsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra þar komi til starfa í ráðuneytinu. Unnur Orradóttir sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Kampala verður sendiherra í París og tekur Þórdís Sigurðardótti sendifulltrúi við af Unni sem forstöðumaður sendiráðsins í Kampala. Guðmundur Árni Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Nýju-Delí verður aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Í tilkynningunni segir að tilkynnt verði um hver taki við forstöðu í Nýju-Delí síðar. Áður hafi verið tilkynnt um flutninga sem varði sendiráðin í Moskvu, Helsinki og Stokkhólmi. „Venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis. Almennt er miðað við að framangreindar breytingar taki gildi 1. júlí en allir flutningar í utanríkisþjónustunni sumarið 2020 verða framkvæmdir með hliðsjón af aðstæðum sem fyrir hendi eru í gistiríkjum," segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Sendiherrann minnist þess ekki að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim Utanríkismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni. Gunnar Pálsson sendiherra sem opinberlega hefur gagnrýnt að til hafi staðið að flytja hann frá París til Nýju Delí kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson stefnir á breytingar á reglum um skipan sendiherra og vill að stöðurnar verði auglýstar í framtíðinniVísir/Vilhelm Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ákvörðun utanríkisráðherra á skipan á fimm sendiskrifstofum hafi verið tilkynnt viðkomandi hinn 11. mars síðast liðinn. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur sé eingöngu um flutninga núverandi sendiherra og sendifulltrúa að ræða. Kristján Andri Stefánsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra Íslands í París verði sendiherra í Brussel. Gunnar Pálsson sem gegnt hafi stöðu sendiherra þar komi til starfa í ráðuneytinu. Unnur Orradóttir sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Kampala verður sendiherra í París og tekur Þórdís Sigurðardótti sendifulltrúi við af Unni sem forstöðumaður sendiráðsins í Kampala. Guðmundur Árni Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra Íslands í Nýju-Delí verður aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Í tilkynningunni segir að tilkynnt verði um hver taki við forstöðu í Nýju-Delí síðar. Áður hafi verið tilkynnt um flutninga sem varði sendiráðin í Moskvu, Helsinki og Stokkhólmi. „Venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis. Almennt er miðað við að framangreindar breytingar taki gildi 1. júlí en allir flutningar í utanríkisþjónustunni sumarið 2020 verða framkvæmdir með hliðsjón af aðstæðum sem fyrir hendi eru í gistiríkjum," segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Sendiherrann minnist þess ekki að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel kallaður heim
Utanríkismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels