Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:59 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grey line hefur þungar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira