Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag er úrslitaleikur Ajax og Manchester United í Evrópudeildinni í fótbolta árið 2017, og eftirminnilegir leikir úr Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnunum. Þá verður farið yfir afrek Portúgals á EM 2016, þar sem liðið mætti Íslandi í fyrsta leik, og Frakklands á EM 2000 í þáttunum um sögu Evrópumótsins í fótbolta.
Stöð 2 Sport 2
Viðtalsþættir Gumma Ben, 1 á 1, verða á dagskránni á Stöð 2 Sport 2. Á meðal viðmælenda voru Guðni Bergsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Glódís Perla Viggósdóttir. Þá má sjá úrslitaleiki Mjólkurbikarsins í fótbolta frá árunum 2017 og 2018.
Stöð 2 Sport 3
Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta frá liðnum árum. Meðal annars verður hægt að sjá leiki Barcelona og Manchester United frá árunum 2009 og 2011, úrslitaleiki AC Milan og Liverpool árin 2005 og 2007, og leik Bayern München og Chelsea árið 2012.
Stöð 2 eSport
Leikir í Counter-Strike frá Reykjavíkurleikunum og úr Lenovo-deildinni verða sýndir á rafíþróttastöðinni, Stöð 2 eSport. Þar verður einnig hægt að horfa á úrslitin á nýafstöðnu Íslandsmóti í FIFA 20.
Stöð 2 Golf
Lokadagur bandaríska meistaramótsins, Masters, frá árinu 2018 verður sýndur á Stöð 2 Golf í kvöld. Á stöðinni verður einnig lokadagur Masters frá árinu 2017, þáttur um FedEx bikarinn árið 2018 og fleira til.