Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 15:43 Frá Leishenshan-sjúkrahúsinu í Wuhan í Kína. Rannsóknin var gerð á hópi sjúklinga á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði, sem Wuhan tilheyrir. Vísir/EPA Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins. Krabbameinssjúklingar voru einnig líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þar á meðal að lenda á gjörgæslu eða í öndunarvél, en fólk án krabbameins. Aldur sjúklinganna var ekki eini áhættuþátturinn heldur einnig tegund krabbameins, á hvaða stigi það var og hvaða meðferð sjúklingarnir gengust undir vegna þess, að sögn Washington Post. „Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar með krabbamein séu mun viðkvæmari hópur í núverandi Covid-19-faraldri,“ segja höfundar greinar um rannsóknina sem koma frá Kína, Singapúr og Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist að 105 krabbameinssjúklingum og 536 annars konar sjúklingum á sama aldri á fjórtán sjúkrahúsum í Hubei-héraði þar sem faraldurinn blossaði fyrst upp. Í mestri hættu reyndust sjúklingar með hvítblæði, eitilfrumukrabbamein og mergæxli en þau mein ráðast öll á ónæmiskerfi líkamans. Sjúklingar með lungna- og maga- og garnakrabbamein eru einnig taldir í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Þá voru krabbameinssjúklingar sem höfðu gengist undir skurðaðgerð í meðferð sinni í meiri hættu á alvarlegum veikindum en þeir sem voru ekki með krabbamein. Þeir sem fóru í geislameðferð virtust ekki í meiri hættu en aðrir sjúklingar og fólk með krabbamein á frumstigi voru í svipaðri hættu og sjúklingar sem voru ekki með krabbamein.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira