Lán í óláni að dóttirin veiktist í verndarsóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2020 20:00 Heiðar Þór Jónsson hefur verið í verndarsóttkví ásamt fjölskyldu sinni frá 11. mars þar sem önnur dóttir hans er langveik og í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Faðir langveikrar stúlku segir það hafa verið lán í óláni að hún veiktist á meðan fjölskyldan er í verndarsóttkví. Annars hefði eiginkona hans verið tekjulaus um ófyrirséðan tíma. Fjölskylda hinnar fjögurra ára gömlu Lilju Bríetar hefur verið í verndarsóttkví í tæpar sjö vikur. Lilja er langveik með cystic fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Hún er þannig í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar líkt og fjallað var um í Kompás í gær. Móðir Lilju, sem er ljósmóðir á Landspítalanum, hefur því ekki mætt til vinnu. Líkt og aðrir í verndarsóttkví var hún launalaus. „Af því að við erum í sjálfskipaðir sóttkví eða verndarsóttkví fær hún engin laun á meðan því stendur. Stjórnvöld virðast einhvern veginn hafa gleymt okkur svolítið. Það er ekki í fyrsta sinn sem langveik börn gleymast í þessu samfélagi, sem er ömurlegt en eitthvað sem við erum svolítið farin að venjast. Sem er mjög skrýtið,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. Móðir Lilju var launalaus þar til Lilja varð veik og veikindaréttur tók við. „Það var eiginlega bara lán í óláni að Lilja varð veik og þurfti að leggjast inn á spítala og þar af leiðandi gat konan mín fengið laun,“ segir hann. „Sem betur fer, það er fáraánlegt að segja þetta, varð hún veik. Bara til þess að konan mín fái einhver laun og við getum reddað okkur. Því ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hún hefði bara verið tekjulaus eins lengi og við þurfum að vera í verndareinangrun,“ segir Heiðar. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm ASÍ og BSRB eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa að fólki í verndarsóttkví séu ekki tryggðar launagreiðslur. „Það er ótrúlega furðulegt, af því fólk sem var í skíðaferð og fer í sóttkví fær laun. En fólk sem er í áhættuhópum og er í verndareinangrun fær ekkert.“ Í öðrum aðgerðarpakka stjórnvalda vegna kórónuveirunnar var kynnt að til stæði að veita foreldrum langveikra barna stuðning er nemur 200 milljónum króna. Til stendur að kynna útfærsluna á næstu dögum. Um verður að ræða einhvers konar umönnunarbætur, eða aukagreiðslu sem ekki verður skattskyld. Greiðslan er til að mæta aukinni umönnun hjá þeim sem hafa ekki getað sótt hefðbundna þjónustu. En þó ekki til að mæta tekjumissi eða tryggja laun í sóttkví. Enn er ekki vitað hvenær aðstæður teljast nógu öruggar fyrir dóttur hans og foreldrarnir geta þar af leiðandi snúið aftur til vinnu. „Þó að það verði létt á samkomubanni 4. maí þýðir það ekkert að við séum að fara hlaupa út og senda stelpurnar í skolann og mæta í vinnuna. Við vitum ekkert hvort það sé möguleiki,“ segir Heiðar.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira