Martin tilbúinn að klára tímabilið: „Langar að verða þýskur meistari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 18:00 Martin Hermannsson hefur verið á Íslandi síðustu vikurnar en gæti verið á leið aftur til Þýskalands í maí. MYND/STÖÐ 2 SPORT Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00
Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00