Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir myndbönd af fljúgandi furðuhlutum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:31 Fljúgandi furðuhluturinn sem náðist á eitt myndbandanna. Skjáskot Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“ Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Ráðuneytið sagðist vilja uppræta nokkurn misskilning sem kunni að hafa verið til staðar hjá almenningi um hlutina sem sæjust á myndböndunum. Myndböndunum hafði verið lekið árin 2007 og 2017, tvö þeirra voru birt af fréttamiðlinum New York Times og það þriðja var birt af samtökum sem stofnuð voru af Tom DeLonge, fyrrverandi söngvara hljómsveitarinnar Blink-182. Eftir að myndböndunum var lekið héldu sumir því fram að myndböndin sýndu fljúgandi furðuhluti hverra uppruna mætti rekja út fyrir okkar Jörð. Samkvæmt New York Times er eitt myndbandanna tekið upp árið 2004 af tveimur herflugmönnum á því sjáist hringlaga flugvél sem svífi yfir hafinu, um 160 kílómetrum inni á Kyrrahafinu frá ströndum Bandaríkjanna. Tvö önnur myndbönd, sem voru tekin upp árið 2015, sýni óþekkta hluti þjóta um háloftin. Annar hluturinn hafi snúist um sjálfan sig og á því myndbandi heyrist flugmaðurinn, sem einnig tók myndbandið upp, segja: „Sjáðu þetta maður! Það snýst!“ Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu segir að eftir að ráðuneytið hafi skoðað myndböndin gaumgæfilega hafi ráðuneytið ákvarðað að á myndböndunum væru engar upplýsingar sem hægt væri að nota gegn því. „Varnarmálaráðuneytið birtir myndböndin til að uppræta nokkurn misskilning sem kann að hafa verið um hvort það sem sést á myndböndunum sé raunverulegt eða hvort fleiri samskonar myndbönd séu til. Fljúgandi furðuhlutirnir á þessum myndböndum eru enn flokkaðir sem „óþekktir [hlutir].“
Bandaríkin Fréttir af flugi Geimurinn Tengdar fréttir Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45
Mike Pence sætir gagnrýni fyrir að vera ekki með andlitsgrímu í spítalaheimsókn Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sætir nú töluverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki verið með andlitsgrímu þegar hann heimsótti spítalann Mayo Clinic í Minnesota í dag. 28. apríl 2020 22:00
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52