Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 10:30 Arnór Guðjohnsen kyssir son sinn Eið Smára Guðjohnsen um leið og hann fer útaf fyrir hann. Skjámynd/Youtube Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og fór þar yfir langan og glæsilegan þjálfaraferil sinn. Logi ræddi meðal annars landsliðsþjálfarastarfið og þá sérstaklega ákvörðun sem hann tók í Tallin í Eistlandi 24. apríl 1996. Logi valdi þá feðgana Arnór Guðjohnsen og Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Arnór var í byrjunarliðinu en Eiður Smári á bekknum. Á 62. mínútu kallaði Logi á Eið Smára og sendi hann inn á völlinn. Hann ákvað hins vegar að skipta honum inn á fyrir pabba sinn. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi Ólafsson við Ríkharð í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. Ísland fékk tækifæri til að skrifa knattspyrnusöguna því aldrei áður höfðu feðgar spilað saman í alvöru landsleik. Fréttin um leikinn og skiptinguna í DV daginn eftir.Skjámynd/DV Arnór Guðjohnsen var þarna leikmaður Örebro SK í Svíþjóð og að spila sinn 65. A-landsleik á ferlinum. Eiður Smári var aftur á móti kominn til hollenska liðsins PSV Eindhoven og var að spila sinn fyrsta landsleik. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands,“ sagði Logi Ólafsson. Þar gripu örlögin í taumana og Logi fékk ekki tækifæri til að velja Eið Smára í næsta verkefni. „Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorna hluti því þá lendur maður í svona,“ sagði Logi eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Logi: Vildum að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi Arnór Guðjohnsen lék sinn 73. og síðasta A-landsleik á Laugardalsvellinum 11.október 1997 og skoraði þá sitt fjórtánda mark fyrir landsliðið í sigri á Liechtenstein. Næsti landsleikur Eiðs Smára var hins vegar ekki fyrr tæpum tveimur árum síðar eða á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Eiður Smári kom þá inn á sem varamaður og skoraði. Eiður Smári var þá kominn aftur af stað en nú hjá enska liðinu Bolton. watch on YouTube
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira