Tvö og hálft prósent Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. apríl 2020 09:00 Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur tekið örum breytingum undanfarnar vikur. Raunsæjar spár greiningardeildanna um mjúka lendingu eftir erfiðar kjaraviðræður sem á undan gengu enduðu eftir allt saman í ruslinu. Fordæmalausir tímar. Sennilega munu áhrif COVID 19 vara mun lengur en það tekur efnahaginn eða samfélag manna að komast í eðlilegt horf. Mörgum er um þessar mundir tíðrætt um að Íslendingar séu aldrei samheldnari en í krísu; þegar stóru málin knýja að dyrum og samfélög þurfa að þjappa sér saman um sameiginlegt markmið þvert á flokkslínur og dægurþras. Skiljanlega kemst fátt annað en faraldurinn að. Reyndar að frátöldu einu, litlu tísti. Síðan samkomubanni var komið á fyrir tæpum þremur vikum telst greinarhöfundi til að dómsmálaráðherra hafi tíst tæplega fjörutíu sinnum. Lauslega samantekið hefur um fjórðungur tístanna fjallað um almannavarnir, samkomubann og þríeykið sem fundar við landsmenn á hverjum degi klukkan tvö. Annar fjórðungur hefur snúist um björgunarpakka ríkisstjórnarinnar og aðgerðir Schengen vegna veirunnar. Um sex tíst af þessum fjörutíu eru svo um viðbrögð fyrir hælisleitendur vegna faraldursins og rafræna stjórnsýslu. Fjögur tíst fjalla um nýtt ákvæði í almannavarnarlögum um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna vegna veirunnar. Önnur fjögur fjalla um skipta búsetu barna í þeirri viðleitni að jafna stöðu foreldra. Allt eru þetta góð og gild mál. Auk alls þessa svaraði ráðherrann tísti frá borgarfulltrúa Samfylkingar, sem sagðist vita af því að menn væru að selja vín á netinu og senda heim. Ráðherrann spurði hvort ekki væri tími til að gera slíka sölu löglega. Semsagt, færa söluna af svörtum markaði og upp á borð, þar sem hægt er að smíða regluverk utan um. Þessi athugasemd ráðherra virðist hafa komið litlum en áberandi hópi fólks algjörlega úr jafnvægi. Rætt er um tístið líkt og það sé það eina sem ráðherra hafi haft til málanna að leggja undanfarið. Með rúman tíma í sóttkví og inniveru mætti ætla að sérfræðingar samfélagsmiðlanna vissu betur, og gæfu sér jafnvel smástund í að kynna sér staðreyndir áður en fúkyrðaflaumurinn er settur af stað. En hvað um það. Staðreyndin er sú að frumvarpið snýst einungis um að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra. Málið var unnið í haust, klárt í byrjun árs og fór í samráð í febrúar. Ekki er um að ræða viðbragð við Covid. Engin stefnubreyting er lögð til í frumvarpinu. Ekkert aukið aðgengi. Enn eru aldurstakmörk við tvítugt og áfengisgjöld hressileg. Heimsending með áfengi er þegar leyfileg hér á landi, svo lengi sem þú færð vöruna senda frá útlöndum. Forgangsmálin eru skýr og hafa ekkert með netverslun með áfengi að gera. Hvorki hjá dómsmálaráðherra né öðrum yfirvöldum. Eitt tíst af fjörutíu. Það eru tvö og hálft prósent. Höfundur er lögfræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun