Þjálfarinn lét hann velja á milli markametsins og Íslandsmeistaratitilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 17:00 Guðmundur Torfason fagnar Íslandsmeistaratitlinum 1986 á síðum Tímans. Mynd/Tíminn Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar. Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Guðmundur Torfason var fyrstur manna til að jafna markamet Péturs Péturssonar en hann náði ekki að skora mark númer tuttugu þrátt fyrir að fá einn leik í viðbót. Guðmundur á skýringu á því. Guðmundur Torfason rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Pétur Pétursson varð fyrstur allra til að skora nítján mörk í efstu deild en það gerði hann nítján ára gamall sumarið 1978. Guðmundur raðaði inn mörkunum sumarið 1986 og var kominn upp í nítján mörk með því að skora tvö mörk í næstsíðasta leiknum á móti Víði. Guðmundur átti þá enn eftir einn leik sem var á móti KR í lokaumferðinni til að slá metið en Framliðið var líka að berjast um Íslandsmeistaratitilinn við Val. KR-ingar voru kannski bara í fjórða sætinu, níu stigum á eftir Fram en þeir höfðu í leiknum á undan skotið Valsmenn niður úr toppsætið með því að vinna þá 3-0 á Hlíðarenda. Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil? https://t.co/LNDcLpliq9— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 29, 2020 Guðmundur sagði Hafliða Breiðfjörð frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma. „Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni. „Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum." Willum Þór Þórsson átti þetta fræga stangarskot en Framliðið náði í stigið sem það vantaði og vann Íslandsmeistaratitilinn á markatölu. Markatala Fram var 39-13 en markatala Valsliðsins var 31-11. Þarna munaði fimm mörkum. Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, tryggði Valsmönnum 3-2 sigur á Akranesi og hefði því tryggt Hlíðarendaliðinu Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð ef KR-ingar hefðu nýtt eitt af færunum sínum. Guðmundur Torfason varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komust í hópinn þeir Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017). Guðmundur bætti ekki markametið en hann á það samt ennþá 34 árum síðar.
Íslenski boltinn Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira