Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 21:29 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar -stéttarfélags. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks. Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks.
Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira